Erlent

Tveir innilokaðir í helli í Póllandi

Andri Eysteinsson skrifar
Tatrafjöll eru á landamærum Póllands og Slóvakíu.
Tatrafjöll eru á landamærum Póllands og Slóvakíu. Getty/ W. Buss
Yfir tuttugu björgunarsveitarmenn eru nú staddir í Tatra-fjöllum í Póllandi þar sem tveir menn eru sagðir vera fastir ofan í Wielka Sniezna hellinum. AP greinir frá.

Mennirnir eru sagðir hafa orðið innilokaðir í hellinum á laugardag eftir að yfirborð vatns í hellinum hækkaði og lokað útgönguleið þeirra. Pólskir fjölmiðlar hafa greint frá því að björgunarsveitir hafi enn ekki náð sambandi við mennina.

Wielka Sniezna er dýpsti og lengsti hellir Póllands og rennur vatn víða um ganga hellisins.

Talið er að aðgerðir gætu tekið nokkra daga eða jafnvel einhverjar vikur. Mögulegt er að sprengiefni verði beitt til þess að víkka ganga í hellinum.

Tatrafjöll eru á landamærum Póllands og Slóvakíu, nágranna Póllands í suðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×