Hafnar því að upplýsingagjöf sé ekki nægjanleg til utanríkismálanefndar um fund hans við varaforseta Bandaríkjanna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. ágúst 2019 20:00 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra ætlar ekki ætla að greina í smáatriðum frá þeim málefnum sem rædd verða á fundinum Mynd/Skjáskot Utanríkisráðherra hafnar því að upplýsingagjöf sé ekki nægjanleg til utanríkismálanefndar um fund hans við varaforseta Bandaríkjanna. Hann segist þó ekki ætla að greina í smáatriðum frá þeim málefnum sem rædd verða á fundinum. Formaður Samfylkingarinnar dregur í efa að áhersla verði lögð á efnahags- og viðskipamál og telur líklegt að hernaðarlegt mikilvægi Íslands verði ofarlega á baugi. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna er væntanlegur til landsins þann fjórða september. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur greint frá því að á fundinum verði fyrst og fremst rætt um efnahags- og viðskiptamál. Í tilkynningu á vef Hvíta Hússins kemur fram að auk efnahags- og viðskiptamála muni varaforsetinn ræða hernaðarlegt mikilvægi Íslands. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur að koma varaforsetans geti tengst fyrirhugaðri uppbyggingu varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli. Hann vill að utanríkisráðherra greini frá því hvað muni fara fram þeirra á milli, þar sem hann dregur í efa að fyrst og fremst verði efnahags- og viðskiptamál rædd. „Aldrei mun ég koma fram með tæmandi lista yfir hvað ég ætla að ræða þegar ég hitti fulltrúa erlendra ríkja. Hann þarf ekkert að draga það í efa. Undirbúningur hefur verið lengi hvað þessa hluti varðar, meðal annars með aðkomu íslenskra og bandarískra fyrirtækja þannig það mun ekki fara fram hjá neinum. En auðvitað munum við ræða ef það verður tækifæri til margt fleira hvort sem það eru öryggis- og varnarmál sem við ræðum alltaf eða norðurskautsmál eða mannréttindamál eða hvað eina og það er enginn tæmandi listi í því,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. „Þingið, utanríkismálanefnd á að vera með í ráðum þegar kemur að meiriháttar málum á sviði utanríkismála og það er alveg sjálfsagt já að hann segi rétt og greinilega frá hvað fer fram á fundinum,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. „Það er bara sjálfsagt eins og ég hef gert fram til þess að ræða við utanríkismálanefnd um einstaka þætti utanríkisstefnunnar og það hefur aldrei staðið á mér hvað það varðar og ég held að enginn geti haldið því fram að upplýsingagjöf til utanríkismálanefndar hafi ekki verið góð,“ sagði Guðlaugur Þór. Alþingi Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Segir utanríkisráðherra skulda útskýringar um heimsókn Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til Íslands þann 4. september næstkomandi. 15. ágúst 2019 21:45 Segir tvísýnt hver tilgangurinn sé með komu varaforseta Bandaríkjanna til landsins 18. ágúst 2019 12:18 Segir komu Mike Pence til Íslands hreina og klára vanvirðingu Samtökin '78 munu ekki sitja undir því þegjandi verði Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, boðinn velkominn hingað til lands af stjórnvöldum. 12. ágúst 2019 14:30 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Sjá meira
Utanríkisráðherra hafnar því að upplýsingagjöf sé ekki nægjanleg til utanríkismálanefndar um fund hans við varaforseta Bandaríkjanna. Hann segist þó ekki ætla að greina í smáatriðum frá þeim málefnum sem rædd verða á fundinum. Formaður Samfylkingarinnar dregur í efa að áhersla verði lögð á efnahags- og viðskipamál og telur líklegt að hernaðarlegt mikilvægi Íslands verði ofarlega á baugi. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna er væntanlegur til landsins þann fjórða september. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur greint frá því að á fundinum verði fyrst og fremst rætt um efnahags- og viðskiptamál. Í tilkynningu á vef Hvíta Hússins kemur fram að auk efnahags- og viðskiptamála muni varaforsetinn ræða hernaðarlegt mikilvægi Íslands. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur að koma varaforsetans geti tengst fyrirhugaðri uppbyggingu varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli. Hann vill að utanríkisráðherra greini frá því hvað muni fara fram þeirra á milli, þar sem hann dregur í efa að fyrst og fremst verði efnahags- og viðskiptamál rædd. „Aldrei mun ég koma fram með tæmandi lista yfir hvað ég ætla að ræða þegar ég hitti fulltrúa erlendra ríkja. Hann þarf ekkert að draga það í efa. Undirbúningur hefur verið lengi hvað þessa hluti varðar, meðal annars með aðkomu íslenskra og bandarískra fyrirtækja þannig það mun ekki fara fram hjá neinum. En auðvitað munum við ræða ef það verður tækifæri til margt fleira hvort sem það eru öryggis- og varnarmál sem við ræðum alltaf eða norðurskautsmál eða mannréttindamál eða hvað eina og það er enginn tæmandi listi í því,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. „Þingið, utanríkismálanefnd á að vera með í ráðum þegar kemur að meiriháttar málum á sviði utanríkismála og það er alveg sjálfsagt já að hann segi rétt og greinilega frá hvað fer fram á fundinum,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. „Það er bara sjálfsagt eins og ég hef gert fram til þess að ræða við utanríkismálanefnd um einstaka þætti utanríkisstefnunnar og það hefur aldrei staðið á mér hvað það varðar og ég held að enginn geti haldið því fram að upplýsingagjöf til utanríkismálanefndar hafi ekki verið góð,“ sagði Guðlaugur Þór.
Alþingi Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Segir utanríkisráðherra skulda útskýringar um heimsókn Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til Íslands þann 4. september næstkomandi. 15. ágúst 2019 21:45 Segir tvísýnt hver tilgangurinn sé með komu varaforseta Bandaríkjanna til landsins 18. ágúst 2019 12:18 Segir komu Mike Pence til Íslands hreina og klára vanvirðingu Samtökin '78 munu ekki sitja undir því þegjandi verði Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, boðinn velkominn hingað til lands af stjórnvöldum. 12. ágúst 2019 14:30 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Sjá meira
Segir utanríkisráðherra skulda útskýringar um heimsókn Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til Íslands þann 4. september næstkomandi. 15. ágúst 2019 21:45
Segir tvísýnt hver tilgangurinn sé með komu varaforseta Bandaríkjanna til landsins 18. ágúst 2019 12:18
Segir komu Mike Pence til Íslands hreina og klára vanvirðingu Samtökin '78 munu ekki sitja undir því þegjandi verði Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, boðinn velkominn hingað til lands af stjórnvöldum. 12. ágúst 2019 14:30