Hafnar því að upplýsingagjöf sé ekki nægjanleg til utanríkismálanefndar um fund hans við varaforseta Bandaríkjanna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. ágúst 2019 20:00 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra ætlar ekki ætla að greina í smáatriðum frá þeim málefnum sem rædd verða á fundinum Mynd/Skjáskot Utanríkisráðherra hafnar því að upplýsingagjöf sé ekki nægjanleg til utanríkismálanefndar um fund hans við varaforseta Bandaríkjanna. Hann segist þó ekki ætla að greina í smáatriðum frá þeim málefnum sem rædd verða á fundinum. Formaður Samfylkingarinnar dregur í efa að áhersla verði lögð á efnahags- og viðskipamál og telur líklegt að hernaðarlegt mikilvægi Íslands verði ofarlega á baugi. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna er væntanlegur til landsins þann fjórða september. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur greint frá því að á fundinum verði fyrst og fremst rætt um efnahags- og viðskiptamál. Í tilkynningu á vef Hvíta Hússins kemur fram að auk efnahags- og viðskiptamála muni varaforsetinn ræða hernaðarlegt mikilvægi Íslands. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur að koma varaforsetans geti tengst fyrirhugaðri uppbyggingu varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli. Hann vill að utanríkisráðherra greini frá því hvað muni fara fram þeirra á milli, þar sem hann dregur í efa að fyrst og fremst verði efnahags- og viðskiptamál rædd. „Aldrei mun ég koma fram með tæmandi lista yfir hvað ég ætla að ræða þegar ég hitti fulltrúa erlendra ríkja. Hann þarf ekkert að draga það í efa. Undirbúningur hefur verið lengi hvað þessa hluti varðar, meðal annars með aðkomu íslenskra og bandarískra fyrirtækja þannig það mun ekki fara fram hjá neinum. En auðvitað munum við ræða ef það verður tækifæri til margt fleira hvort sem það eru öryggis- og varnarmál sem við ræðum alltaf eða norðurskautsmál eða mannréttindamál eða hvað eina og það er enginn tæmandi listi í því,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. „Þingið, utanríkismálanefnd á að vera með í ráðum þegar kemur að meiriháttar málum á sviði utanríkismála og það er alveg sjálfsagt já að hann segi rétt og greinilega frá hvað fer fram á fundinum,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. „Það er bara sjálfsagt eins og ég hef gert fram til þess að ræða við utanríkismálanefnd um einstaka þætti utanríkisstefnunnar og það hefur aldrei staðið á mér hvað það varðar og ég held að enginn geti haldið því fram að upplýsingagjöf til utanríkismálanefndar hafi ekki verið góð,“ sagði Guðlaugur Þór. Alþingi Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Segir utanríkisráðherra skulda útskýringar um heimsókn Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til Íslands þann 4. september næstkomandi. 15. ágúst 2019 21:45 Segir tvísýnt hver tilgangurinn sé með komu varaforseta Bandaríkjanna til landsins 18. ágúst 2019 12:18 Segir komu Mike Pence til Íslands hreina og klára vanvirðingu Samtökin '78 munu ekki sitja undir því þegjandi verði Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, boðinn velkominn hingað til lands af stjórnvöldum. 12. ágúst 2019 14:30 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Utanríkisráðherra hafnar því að upplýsingagjöf sé ekki nægjanleg til utanríkismálanefndar um fund hans við varaforseta Bandaríkjanna. Hann segist þó ekki ætla að greina í smáatriðum frá þeim málefnum sem rædd verða á fundinum. Formaður Samfylkingarinnar dregur í efa að áhersla verði lögð á efnahags- og viðskipamál og telur líklegt að hernaðarlegt mikilvægi Íslands verði ofarlega á baugi. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna er væntanlegur til landsins þann fjórða september. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur greint frá því að á fundinum verði fyrst og fremst rætt um efnahags- og viðskiptamál. Í tilkynningu á vef Hvíta Hússins kemur fram að auk efnahags- og viðskiptamála muni varaforsetinn ræða hernaðarlegt mikilvægi Íslands. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur að koma varaforsetans geti tengst fyrirhugaðri uppbyggingu varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli. Hann vill að utanríkisráðherra greini frá því hvað muni fara fram þeirra á milli, þar sem hann dregur í efa að fyrst og fremst verði efnahags- og viðskiptamál rædd. „Aldrei mun ég koma fram með tæmandi lista yfir hvað ég ætla að ræða þegar ég hitti fulltrúa erlendra ríkja. Hann þarf ekkert að draga það í efa. Undirbúningur hefur verið lengi hvað þessa hluti varðar, meðal annars með aðkomu íslenskra og bandarískra fyrirtækja þannig það mun ekki fara fram hjá neinum. En auðvitað munum við ræða ef það verður tækifæri til margt fleira hvort sem það eru öryggis- og varnarmál sem við ræðum alltaf eða norðurskautsmál eða mannréttindamál eða hvað eina og það er enginn tæmandi listi í því,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. „Þingið, utanríkismálanefnd á að vera með í ráðum þegar kemur að meiriháttar málum á sviði utanríkismála og það er alveg sjálfsagt já að hann segi rétt og greinilega frá hvað fer fram á fundinum,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. „Það er bara sjálfsagt eins og ég hef gert fram til þess að ræða við utanríkismálanefnd um einstaka þætti utanríkisstefnunnar og það hefur aldrei staðið á mér hvað það varðar og ég held að enginn geti haldið því fram að upplýsingagjöf til utanríkismálanefndar hafi ekki verið góð,“ sagði Guðlaugur Þór.
Alþingi Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Segir utanríkisráðherra skulda útskýringar um heimsókn Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til Íslands þann 4. september næstkomandi. 15. ágúst 2019 21:45 Segir tvísýnt hver tilgangurinn sé með komu varaforseta Bandaríkjanna til landsins 18. ágúst 2019 12:18 Segir komu Mike Pence til Íslands hreina og klára vanvirðingu Samtökin '78 munu ekki sitja undir því þegjandi verði Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, boðinn velkominn hingað til lands af stjórnvöldum. 12. ágúst 2019 14:30 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Segir utanríkisráðherra skulda útskýringar um heimsókn Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til Íslands þann 4. september næstkomandi. 15. ágúst 2019 21:45
Segir tvísýnt hver tilgangurinn sé með komu varaforseta Bandaríkjanna til landsins 18. ágúst 2019 12:18
Segir komu Mike Pence til Íslands hreina og klára vanvirðingu Samtökin '78 munu ekki sitja undir því þegjandi verði Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, boðinn velkominn hingað til lands af stjórnvöldum. 12. ágúst 2019 14:30