Segir utanríkisráðherra skulda útskýringar um heimsókn Pence Kristín Ólafsdóttir og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 15. ágúst 2019 21:45 Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til Íslands þann 4. september næstkomandi. Í tilkynningu frá Hvíta húsinu kemur fram að varaforsetinn muni meðal annars ræða hernaðarlegt mikilvægi Íslands. Formaður Samfylkingarinnar segir utanríkisráðherra skulda útskýringar um hvort að heimsókn varaforsetans tengist hundruða milljóna króna uppbyggingu á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Guðlaugur Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra, greindi frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar þann 7. ágúst að ef af heimsókn Pence yrði myndu efnahags- og viðskiptamál vera efst á baugi. Í tilkynningu á vef Hvíta Hússins í dag kemur fram að auk efnahags- og viðskiptamála muni varaforsetinn ræða hernaðarlegt mikilvægi Íslands og átak Atlantshafsbandalagsins gegn ágangi Rússlands á norðurslóðum. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur að koma varaforsetans geti tengst fyrirhugaðri uppbyggingu varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli. Hundruðum milljóna verður varið í verkefnið. Logi segir utanríkisráðherra skulda útskýringu á því hvort að málin tvö séu fyrirboði um aukna þátttöku Íslands í varnarsamstarfinu. „Síðan kemur þessi mjög háttsetti maður hingað til lands og Guðlaugur Þór segir að það eigi að ræða viðskipti og efnahagsmál á meðan að Hvíta húsið gefur út yfirlýsingu um að það eigi sérstaklega að ræða mjög mikilvæga landfræðilega stöðu Íslands. Það er ekkert hægt að lesa þetta öðruvísi en að það sé verið að fara að tala þarna um aukna þátttöku okkar í varnarsamstarfinu.“ Logi vill að málið verði rætt á vettvangi utanríkismálanefndar þingsins. „Já, ég hef bæði beðið um fund með utanríkisráðherra á vegum nefndarinnar um áformin uppi á Keflavíkurflugvelli en síðan núna, eftir þessi síðustu útspil, að ráðherra komi líka og gefi munnlega skýrslu um komu Mike Pence hingað til landsins.“ Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Pence kemur til Íslands degi síðar en fyrst var tilkynnt Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til Íslands þann 4. september næstkomandi, ekki þann 3. september eins og fyrst var greint frá á vefsíðu Hvíta hússins. 15. ágúst 2019 19:58 Hvíta húsið staðfestir Íslandsför Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, mun koma í opinbera heimsókn hingað til lands þann 3. september næstkomandi. Þetta kemur fram á vef Hvíta hússins. 15. ágúst 2019 00:42 Segir komu Mike Pence til Íslands hreina og klára vanvirðingu Samtökin '78 munu ekki sitja undir því þegjandi verði Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, boðinn velkominn hingað til lands af stjórnvöldum. 12. ágúst 2019 14:30 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til Íslands þann 4. september næstkomandi. Í tilkynningu frá Hvíta húsinu kemur fram að varaforsetinn muni meðal annars ræða hernaðarlegt mikilvægi Íslands. Formaður Samfylkingarinnar segir utanríkisráðherra skulda útskýringar um hvort að heimsókn varaforsetans tengist hundruða milljóna króna uppbyggingu á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Guðlaugur Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra, greindi frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar þann 7. ágúst að ef af heimsókn Pence yrði myndu efnahags- og viðskiptamál vera efst á baugi. Í tilkynningu á vef Hvíta Hússins í dag kemur fram að auk efnahags- og viðskiptamála muni varaforsetinn ræða hernaðarlegt mikilvægi Íslands og átak Atlantshafsbandalagsins gegn ágangi Rússlands á norðurslóðum. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur að koma varaforsetans geti tengst fyrirhugaðri uppbyggingu varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli. Hundruðum milljóna verður varið í verkefnið. Logi segir utanríkisráðherra skulda útskýringu á því hvort að málin tvö séu fyrirboði um aukna þátttöku Íslands í varnarsamstarfinu. „Síðan kemur þessi mjög háttsetti maður hingað til lands og Guðlaugur Þór segir að það eigi að ræða viðskipti og efnahagsmál á meðan að Hvíta húsið gefur út yfirlýsingu um að það eigi sérstaklega að ræða mjög mikilvæga landfræðilega stöðu Íslands. Það er ekkert hægt að lesa þetta öðruvísi en að það sé verið að fara að tala þarna um aukna þátttöku okkar í varnarsamstarfinu.“ Logi vill að málið verði rætt á vettvangi utanríkismálanefndar þingsins. „Já, ég hef bæði beðið um fund með utanríkisráðherra á vegum nefndarinnar um áformin uppi á Keflavíkurflugvelli en síðan núna, eftir þessi síðustu útspil, að ráðherra komi líka og gefi munnlega skýrslu um komu Mike Pence hingað til landsins.“
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Pence kemur til Íslands degi síðar en fyrst var tilkynnt Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til Íslands þann 4. september næstkomandi, ekki þann 3. september eins og fyrst var greint frá á vefsíðu Hvíta hússins. 15. ágúst 2019 19:58 Hvíta húsið staðfestir Íslandsför Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, mun koma í opinbera heimsókn hingað til lands þann 3. september næstkomandi. Þetta kemur fram á vef Hvíta hússins. 15. ágúst 2019 00:42 Segir komu Mike Pence til Íslands hreina og klára vanvirðingu Samtökin '78 munu ekki sitja undir því þegjandi verði Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, boðinn velkominn hingað til lands af stjórnvöldum. 12. ágúst 2019 14:30 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Pence kemur til Íslands degi síðar en fyrst var tilkynnt Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til Íslands þann 4. september næstkomandi, ekki þann 3. september eins og fyrst var greint frá á vefsíðu Hvíta hússins. 15. ágúst 2019 19:58
Hvíta húsið staðfestir Íslandsför Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, mun koma í opinbera heimsókn hingað til lands þann 3. september næstkomandi. Þetta kemur fram á vef Hvíta hússins. 15. ágúst 2019 00:42
Segir komu Mike Pence til Íslands hreina og klára vanvirðingu Samtökin '78 munu ekki sitja undir því þegjandi verði Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, boðinn velkominn hingað til lands af stjórnvöldum. 12. ágúst 2019 14:30
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?