Segir tvísýnt hver tilgangurinn sé með komu varaforseta Bandaríkjanna til landsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. ágúst 2019 12:18 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. visir/vilhelm Formaður Samfylkingarinnar segir tvísýnt hver tilgangurinn sé með komu varaforseta Bandaríkjanna til landsins. Hann vill að utanríkisráðherra greini frá því hvað muni fara fram þeirra á milli þar sem hann óttist að samtalið muni snúa að uppbyggingu varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þeir um komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins, en hann er væntanlegur þann 4. september. Utanríkisráðherra hefur greint frá því að á fundi hans og Pence verði fyrst og fremst rætt um efnahags- og viðskiptamál. Logi segir þó að tvísýnt sé hver tilgangur komu Mike Pence sé. „Mér finnst það skipta máli að ráðherra segi frá því hvað raunverulega mun eiga sér stað fyrir utanríkismálanefnd. Vegna þess að við höfum verið að sjá umfang á Keflavíkurflugvelli aukast talsvert ekki bara í verkum heldur fjármunum,“ sagði Logi Einarsson. Hann vill að ráðherrann gefi skýrslu um komuna og greini frá því sem þeim fer á milli. „Ég hef aldrei og mun aldrei koma með tæmandi lýsingu á því hverju ég ræði við viðkomandi aðila sem ég hitti,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson. Hann segir að komandi samtal muni að einhverju leyti snúa um að auðvelda íslenskum fyrirtækjum að selja vöru og þjónustu á erlendum markaði. Logi telur það ekki eiga sér stoð. „Ég býst við að þjóðinni þyrsti frekar í að heyra ef það er verið að fara að ræða um hernaðaruppbyggingu heldur en ef að þetta er almennt spjall um viðskipti. Allir þeir sérfræðingar sem ég hef talað við eru skýrir um það að Pence væri ekki að koma hingað first og fremst til að ræða viðskipti við lítið smáríki,“ sagði Logi. „Hér er ekki verið að tala um almennt spjall um viðskipti. Það er ekki þannig, það er búið að undirbúa af hálfu ríkjanna þetta viðskiptasamráð, það er meðal annars með fulltrúum íslenskra fyrirtækja og fyrirtækja í Bandaríkjunum,“ sagði Guðlaugur. Alþingi Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir tvísýnt hver tilgangurinn sé með komu varaforseta Bandaríkjanna til landsins. Hann vill að utanríkisráðherra greini frá því hvað muni fara fram þeirra á milli þar sem hann óttist að samtalið muni snúa að uppbyggingu varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þeir um komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins, en hann er væntanlegur þann 4. september. Utanríkisráðherra hefur greint frá því að á fundi hans og Pence verði fyrst og fremst rætt um efnahags- og viðskiptamál. Logi segir þó að tvísýnt sé hver tilgangur komu Mike Pence sé. „Mér finnst það skipta máli að ráðherra segi frá því hvað raunverulega mun eiga sér stað fyrir utanríkismálanefnd. Vegna þess að við höfum verið að sjá umfang á Keflavíkurflugvelli aukast talsvert ekki bara í verkum heldur fjármunum,“ sagði Logi Einarsson. Hann vill að ráðherrann gefi skýrslu um komuna og greini frá því sem þeim fer á milli. „Ég hef aldrei og mun aldrei koma með tæmandi lýsingu á því hverju ég ræði við viðkomandi aðila sem ég hitti,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson. Hann segir að komandi samtal muni að einhverju leyti snúa um að auðvelda íslenskum fyrirtækjum að selja vöru og þjónustu á erlendum markaði. Logi telur það ekki eiga sér stoð. „Ég býst við að þjóðinni þyrsti frekar í að heyra ef það er verið að fara að ræða um hernaðaruppbyggingu heldur en ef að þetta er almennt spjall um viðskipti. Allir þeir sérfræðingar sem ég hef talað við eru skýrir um það að Pence væri ekki að koma hingað first og fremst til að ræða viðskipti við lítið smáríki,“ sagði Logi. „Hér er ekki verið að tala um almennt spjall um viðskipti. Það er ekki þannig, það er búið að undirbúa af hálfu ríkjanna þetta viðskiptasamráð, það er meðal annars með fulltrúum íslenskra fyrirtækja og fyrirtækja í Bandaríkjunum,“ sagði Guðlaugur.
Alþingi Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira