Fótbolti

Ari Freyr spilaði allan leikinn í tapi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ari Freyr í baráttu við Vincent Kompany á dögunum
Ari Freyr í baráttu við Vincent Kompany á dögunum vísir/getty
Íslenski landsliðsmaðurinn Ari Freyr Skúlason var á sínum stað í byrjunarliði Oostende sem heimsótti Gent í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.Staðan í leikhléi var markalaus en heimamenn gerðu út um leikinn á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks.Roman Yaremchuk skoraði á 48.mínútu og Jonathan David tvöfaldaði forystuna á 53.mínútu en fleiri urðu mörkin ekki. Oostende hóf deildina af miklum krafti og vann fyrstu tvo leiki sína en hefur nú tapað tveimur leikjum í röð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.