Fótbolti

Ari Freyr spilaði allan leikinn í tapi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ari Freyr í baráttu við Vincent Kompany á dögunum
Ari Freyr í baráttu við Vincent Kompany á dögunum vísir/getty

Íslenski landsliðsmaðurinn Ari Freyr Skúlason var á sínum stað í byrjunarliði Oostende sem heimsótti Gent í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Staðan í leikhléi var markalaus en heimamenn gerðu út um leikinn á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks.

Roman Yaremchuk skoraði á 48.mínútu og Jonathan David tvöfaldaði forystuna á 53.mínútu en fleiri urðu mörkin ekki. 

Oostende hóf deildina af miklum krafti og vann fyrstu tvo leiki sína en hefur nú tapað tveimur leikjum í röð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.