Enski boltinn

Ekki ósáttur við VAR en segir að sömu reglur þurfi að gilda fyrir bæði Manchester City og Tottenham

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kevin de Bruyne, leikmaður Manchester City.
Kevin de Bruyne, leikmaður Manchester City. vísir/getty

Kevin De Bruyne, miðjumaður Manchester City, segir að reglurnar um VAR séu ruglandi og þær þurfa að laga sem fyrst. Hann tekur því í sama streng og stjóri sinn, Pep Guardiola.

VAR kom Tottenham til bjargar gegn Man. City um helgina er mark Gabriel Jesus í uppbótartíma var dæmt af vegna hendi í aðdraganda marksins.

Pep Guardiola var ómyrkur í máli í samtali við fjölmiðla eftir leikinn og hinn magnaði Belgi, De Bruyne, tók í sama streng.

„Svona er þetta. Ef þeir vilja gera fótboltann betri þá erum við með þetta í leiknum en það eina sem þarf að vera klárt eru reglurnar,“ sagði Belginn.

„Ef boltinn fór í höndina á einhverjum leikmanni Tottenham þá var það ekki víti en ef það fór í höndina á einhverjum af okkur þá var það ekki leyfilegt.“

„Þetta ætti að vera það í sama báðar áttir og ég skil þetta ekki sem leikmaður. Þetta er rosalega truflandi,“ en De Bruyne lagði upp bæði mörk City.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.