Fótbolti

Coutinho lánaður til Bayern: Geta keypt hann á 110 milljónir punda eftir leiktíðina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Philippe Coutinho gæti hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Barcelona.
Philippe Coutinho gæti hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Barcelona. vísir/getty

Bayern Munchen staðfesti í morgun að félagið hafi gengið frá lánssamningi við Philippe Coutinho frá Barcelona út leiktíðina.

Eftir lánssamninginn eiga þeir þýsku forkaupsrétt á Brassanum en hann mun þá kosta tæplega 110 milljónir punda vilji Bayern kaupa hann.

Bayern borgar tæplega átta milljónir punda fyrir lánið en þeir sjá einnig um að borga Coutinho launin hans.

Coutinho mun leika í treyju númer tíu hjá Bayern en hann gekkst undir læknisskoðun hjá Bayern í gær.

Það eru einungis átján mánuðir síðan að Barcelona borgaði 146 milljónir punda fyrir Coutinho er hann kom frá Liverpool.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.