Erlent

Gætu átt yfir höfði sér sex ára fangelsi fyrir sandstuld

Sylvía Hall skrifar
Frá Porto Torres. Hvítar strendur eru vinsæll áfangastaður ferðamanna.
Frá Porto Torres. Hvítar strendur eru vinsæll áfangastaður ferðamanna. Vísir/Getty
Franskt par á ferðalagi um ítölsku eyjuna Sardiníu var tekið með fjörutíu kíló af sandi þegar það var á leið í ferju frá Porto Torres á eyjunni. Parið ætlaði að eiga sandinn sem minjagrip um ferðalagið að þeirra sögn.Í frétt BBC um málið kemur fram að parið gæti átt yfir höfði sér sex ára fangelsi vegna stuldarins. Í lögum frá árinu 2017 er kveðið á um bann við verslun með sand, skeljar og steinvölur og sektargreiðslur geta numið allt að þrjú þúsund evrum, sem gera rúmlega 415 þúsund íslenskar krónur.Málið er litið alvarlegum augum af yfirvöldum á eyjunni og flokkað sem þjófnaður á almannaeigum. Sandinum hafði verið komið fyrir í fjórtán plastflöskum og er hann sagður vera frá strönd á Chia-svæðinu á suðurhluta eyjunnar. Flöskurnar fundust í bíl parsins þegar þau voru á leið til borgarinnar Toulon í Frakklandi.Sandstuldur er sagður vera heljarinnar vandamál á eyjunni þar sem nokkur tonn hverfa árlega af eyjunni. Hvíti sandurinn er einkennismerki eyjunnar og eru strandirnar vinsælir áfangastaðir ferðamanna á ári hverju. Þá er það þekkt að evrópskir ferðamenn og margir heimamenn safna sandinum saman í flöskur og önnur ílát og selja á uppboði á Internetinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.