Fótbolti

Albert skoraði en Elías Már fagnaði sigri | Stórt tap hjá Victori og félögum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Albert skoraði úr vítaspyrnu gegn Excelsior.
Albert skoraði úr vítaspyrnu gegn Excelsior. vísir/getty

Albert Guðmundsson skoraði fyrir varalið AZ Alkmaar í kvöld. Markið dugði þó ekki til sigurs því Excelsior vann, 1-2, í leik liðanna í hollensku B-deildinni.

Albert hefur aðeins leikið tólf mínútur með aðalliði AZ á tímabilinu. Hann lék hins vegar allan leikinn með varaliðinu í kvöld og skoraði úr vítaspyrnu á 69. mínútu. Albert minnkaði muninn í 1-2 sem urðu lokatölur leiksins.

Elías Már Ómarsson kom inn á sem varamaður á 75. mínútu í liði Excelsior sem hefur unnið báða leiki sína á tímabilinu til þessa. Varalið AZ er með eitt stig.

Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn fyrir Darmstadt sem steinlá fyrir Osnabruck, 4-0, í þýsku B-deildinni.

Victor og félagar eru með fjögur stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.