Erlent

Pútín sigar hernum á skógareldana

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Vladímír Pútín, forseti Rússlands.
Vladímír Pútín, forseti Rússlands. Vísir/Getty
Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur skipað hernum að taka þátt í baráttunni við skógareldana í Síberíu og öðrum austurhéruðum Rússlands sem brenna nú sem aldrei fyrr. Talið er að um þrjár milljónir hektara skóglendis hafi brunnið en Greenpeace-náttúruverndarsamtökin tala um umhverfisharmleik.

Margir hafa gagnrýnt stjórnvöld í Rússlandi fyrir að aðhafast ekki nóg en haft var eftir slökkviliðsstjóra að ekkert yrði gert til að hefta þá elda sem brenna í óbyggðum þar sem fólki stafaði ekki hætta af.

Umhverfissamtök og íbúar benda hins vegar á þá miklu mengun sem hlýst af brunanum sem getur orsakað hættuleg loftgæði í fjarlægum borgum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×