Duttu í lukkupottinn í ruslagámi í Austurstræti Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. ágúst 2019 10:15 Pavel Klega sést hér hæstánægður með rúllutertuna sem hann fann á bakvið 10-11 í Austurstræti. Skjáskot Það er hægðarleikur að finna fullt af ætilegum mat í ruslatunnum Reykjavíkur að mati ferðalangsins Pavel Klega. Hann var hér á landi fyrr í sumar en aðalsmerki Klega er að ferðast með sem minnstum tilkostnaði. Þannig ferðaðist hann á puttanum frá Tékklandi til Eþíópíu á árunum 2014-2017, án þess að eyða meiru en 10 bandaríkjadölum á dag. Klega birti myndband af Íslandsferðalagi sínu í gær þar sem hann er samur við sig. Hann og samferðarkona hans „húkka sér far“ frá Borgarnesi til borgarinnar þar sem þau þurfa síðan að borga 1000 krónur fyrir strætóferð, sem þeim þykir mikið. Eftir göngu um miðborgina, með viðkomu í minjagripabúðum, fer þeim að hungra og halda því að Austurstræti. Þar bregða þau sér í ruslagám á bakvið 10-11, sem þau lýsa sem lukkupotti. „Við fundum fullt af mat,“ segir Klega glaður áður en hann beinir myndavélinni ofan í tvo fulla burðarpoka af margskonar matvælum. Í þeim er m.a. heill haugur af langlokum, mjólkurvörur, sælgæti, hnetur, rúlluterta og krakkalýsi. Er það því mat Klega að það sé auðvelt að róta eftir rusli í Reykjavík. Máli sínu til stuðnings vísar hann á vefsíðuna Dumpstermap.org, en eins og nafn hennar gefur til kynna er um að ræða kort þar sem finna má ruslagáma sem oftar en ekki eru fullir af matvælum. Þannig virðist vera nokkuð samdóma álit ruslarótara að bestu gámana sé að finna á Grandanum í Reykjavík, enda má þar finna þrjár stórar matvöruverslanir. Um ruslagáminn á bakvið 10-11 í Austurstræti, þangað sem Klega fer, er einfaldlega sagt: „Auðvelt aðgengi að aftan, alltaf opið.“ „Þannig að ef þú vilt skemmta þér eða einfaldlega spara matarpening, þá var þetta frekar fínt,“ segir Klega. Myndband hans má sjá hér að neðan og hefst umfjöllun hans um ruslarótið þegar um 5:50 eru liðnar. Ferðamennska á Íslandi Matur Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Leita uppi ætan mat í ruslagámum Ókjörum af ætum mat er hent daglega í matvöruverslunum að sögn Viktoríu Viktorsdóttur sem hefur stundað svokallað dumpster dive í um ár með umhverfisvernd að leiðarljósi. 24. janúar 2018 08:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Sjá meira
Það er hægðarleikur að finna fullt af ætilegum mat í ruslatunnum Reykjavíkur að mati ferðalangsins Pavel Klega. Hann var hér á landi fyrr í sumar en aðalsmerki Klega er að ferðast með sem minnstum tilkostnaði. Þannig ferðaðist hann á puttanum frá Tékklandi til Eþíópíu á árunum 2014-2017, án þess að eyða meiru en 10 bandaríkjadölum á dag. Klega birti myndband af Íslandsferðalagi sínu í gær þar sem hann er samur við sig. Hann og samferðarkona hans „húkka sér far“ frá Borgarnesi til borgarinnar þar sem þau þurfa síðan að borga 1000 krónur fyrir strætóferð, sem þeim þykir mikið. Eftir göngu um miðborgina, með viðkomu í minjagripabúðum, fer þeim að hungra og halda því að Austurstræti. Þar bregða þau sér í ruslagám á bakvið 10-11, sem þau lýsa sem lukkupotti. „Við fundum fullt af mat,“ segir Klega glaður áður en hann beinir myndavélinni ofan í tvo fulla burðarpoka af margskonar matvælum. Í þeim er m.a. heill haugur af langlokum, mjólkurvörur, sælgæti, hnetur, rúlluterta og krakkalýsi. Er það því mat Klega að það sé auðvelt að róta eftir rusli í Reykjavík. Máli sínu til stuðnings vísar hann á vefsíðuna Dumpstermap.org, en eins og nafn hennar gefur til kynna er um að ræða kort þar sem finna má ruslagáma sem oftar en ekki eru fullir af matvælum. Þannig virðist vera nokkuð samdóma álit ruslarótara að bestu gámana sé að finna á Grandanum í Reykjavík, enda má þar finna þrjár stórar matvöruverslanir. Um ruslagáminn á bakvið 10-11 í Austurstræti, þangað sem Klega fer, er einfaldlega sagt: „Auðvelt aðgengi að aftan, alltaf opið.“ „Þannig að ef þú vilt skemmta þér eða einfaldlega spara matarpening, þá var þetta frekar fínt,“ segir Klega. Myndband hans má sjá hér að neðan og hefst umfjöllun hans um ruslarótið þegar um 5:50 eru liðnar.
Ferðamennska á Íslandi Matur Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Leita uppi ætan mat í ruslagámum Ókjörum af ætum mat er hent daglega í matvöruverslunum að sögn Viktoríu Viktorsdóttur sem hefur stundað svokallað dumpster dive í um ár með umhverfisvernd að leiðarljósi. 24. janúar 2018 08:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Sjá meira
Leita uppi ætan mat í ruslagámum Ókjörum af ætum mat er hent daglega í matvöruverslunum að sögn Viktoríu Viktorsdóttur sem hefur stundað svokallað dumpster dive í um ár með umhverfisvernd að leiðarljósi. 24. janúar 2018 08:00