Erlent

Rússneskur leikari handtekinn fyrir að leika lögreglumann

Kjartan Kjartansson skrifar
Smolev var í lögreglubúningi í atriðinu. Myndin er úr safni og tengist ekki efni fréttarinnar með beinum hætti.
Smolev var í lögreglubúningi í atriðinu. Myndin er úr safni og tengist ekki efni fréttarinnar með beinum hætti. Vísir/Getty
Leikari við eitt helsta leikhús Moskvu var handtekinn og dæmdur í átta daga fangelsi fyrir að leika drukkinn lögreglumann í grínatriði sem birtist á samfélagsmiðlum. Hann var dæmdur sekur um að hafa komið óorði á lögregluna og gengið ólöglega í lögreglubúningi.

Bloggari fékk Dmitrí Smolev til að leika drukkinn lögreglumann í tólf sekúndna löngu myndbandi sem var svo birt á samfélagsmiðlinum Tiktok. Fékk hann leikaranum meðal annars lögreglubúning sem hann klæddist í atriðinu, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Smolev segir að hann hafi ekki vitað hvar ætti að birta atriðið. Sovremennik-leikhúsið þar sem Smolev fer með stórt hlutverk í nýrri uppsetningu segist hafa skilningi á að leikarinn geti ekki varið sig með vanþekkingu á lögunum. Óheppilegt hafi verið að texti hafi ekki fylgt atriðinu til að skýra að um grínleik væri að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×