Mikill erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt þar sem þjóðhátíð fer fram. Talsverð ölvun var á svæðinu að sögn varðstjóra hjá lögreglunni en þrjár líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu. Lögreglustöðin í Vestmannaeyjum er búin sex fangaklefum og voru þeir fullir eftir nóttina. Fjórir voru vistaðir þar vegna líkamsárása en tveir vegna ölvunar.
Á Akureyri er útihátíðin ein með öllu haldin í ár en þar er líkt og í Eyjum talsverður fjöldi kominn saman til að skemmta sér.
Varðstjóri á Akureyri sagði þrjá í fangaklefum eftir nóttina vegna tveggja líkamsárása en í annarri árásinni hlaut sá sem fyrir henni varð talsverða áverka á höfði.
Einn með talsverða áverka á höfði eftir líkamsárás á Akureyri
Birgir Olgeirsson skrifar
