Fótbolti

Varaforseti Barcelona tjáir sig um Neymar: Ekki á leiðinni til félagsins og segir málið flókið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Neymar á æfingu PSG á dögunum.
Neymar á æfingu PSG á dögunum. vísir/getty
Jordi Cardoner, varaforseti Barcelona, segir að það sé útilokað að Neymar gangi í raðir félagsins á þessum tímapunkti.

Fjölmiðlar ytra hafa haldið því fram í allt sumar að Brasilíumaðurinn vilji komast burt frá PSG en frönsku meistararnir eru ekki tilbúnir að gefa hann auðveldlega frá sér.

Þeir eru taldir vilja um 200 milljónir punda fyrir Neymar sem gekk í raðir félagsins árið 2017 og Leonardo, yfirmaður knattspyrnumála hjá PSG, sagði á dögunum að ekkert gott tilboð hafi borist í Neymar.







„Eins og þetta stendur í dag er ekkert að gerast með Neymar, eins og forsetinn sagði, og þetta er flókið,“ sagði Cardoner í samtali við sjónvarpsstöðina TV3.

„Við erum rólegir. Við vitum að hann er ekki ánægður í París og það er eitthvað sem verður að laga í París. Við höfum ekki rætt við þá.“

„Það er mikil virðing á milli félaganna og ef það kemur eitthvað upp með Neymar einn daginn, þá munum við tala saman. Í dag þá útilokum við það.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×