Guardiola heldur áfram að sanka að sér titlum á Englandi Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. ágúst 2019 11:00 Leikmenn Manchester City fagna titlinum um helgina, Getty/Charlotte Wilson Ótrúleg sigurganga Manchester City undir stjórn Pep Guardiola heldur áfram en um helgina lyftu Guardiola og hans menn sjöunda bikarnum eftir sigur á Liverpool í úrslitaleiknum um Samfélagsskjöldinn. Er þetta annað árið í röð sem City vinnur þennan titil og verða lærisveinar Guardiola áfram handhafar allra titla sem í boði eru á Englandi fyrir lið í efstu deild næstu mánuðina. Snemma leiks virtist City vera í sérflokki, Liverpool réð illa við fjölbreyttan sóknarleik og pressu Manchester City sem fann fjölmargar glufur á vörn Liverpool. Á upphafsmínútunum tókst Raheem Sterling að koma Manchester City yfir af stuttu færi eftir mistök í varnarlínu Liverpool, hans fyrsta mark gegn Liverpool í tíundu tilraun. City hélt áfram að sækja og fékk Sterling gott færi til að bæta við forskotið í upphafi seinni hálfleiks en var of lengi að athafna sig. Það virtist vekja Liverpool til lífsins sem var mun sterkari aðilinn síðustu 30. mínúturnar og jafnaði verðskuldað metin korteri fyrir leikslok þegar Joel Matip skallaði í netið af stuttu færi. Liverpool sótti stíft í leit að sigurmarki á lokamínútum leiksins og mátti hársbreidd muna að Mohamed Salah skoraði sigurmarkið undir lok venjulegs leiktíma en Kyle Walker bjargaði á ótrúlegan máta á línunni. Þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Gini Wijnaldum reyndist skúrkur Liverpool-manna. Claudio Bravo varði vítaspyrnu Hollendingsins og kom það í hlut Gabriel Jesus að tryggja City sigurinn með fimmtu og síðustu spyrnu City á Wembley.Guardiola var feginn í leikslok. „Þetta var ótrúlegur úrslitaleikur, og bæði liðin léku mjög vel. Á þessu stigi knattspyrnunnar munar oftast litlu, í dag var það ein vítaspyrna og í vor munaði einu stigi. Þetta er góð áminning fyrir mína leikmenn um hvað það má ekki margt fara úrskeiðis,“ sagði Guardiola í leikslok. Pressan er á City í aðdraganda mótsins sem hefst á Anfield á föstudaginn. Erkifjendur City í Manchester-borg, Manchester United hafa styrkt hópinn vel líkt og Arsenal, Chelsea og Tottenham sem gera atlögu til að brjóta sér leið inn í toppbaráttuna í vetur eftir einsleita titilbaráttu í fyrra þegar City og Liverpool stungu snemma af. City hefur verið í sérflokki undanfarin tvö ár og stigasöfnun þeirra í deildarkeppninni einstök en lærisveinar Guardiola reyna nú eitthvað sem engum öðrum en Sir Alex Ferguson hefur tekist frá því að nafninu var breytt í ensku úrvalsdeildina árið 1992, að vinna meistaratitilinn þrjú ár í röð. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Sjá meira
Ótrúleg sigurganga Manchester City undir stjórn Pep Guardiola heldur áfram en um helgina lyftu Guardiola og hans menn sjöunda bikarnum eftir sigur á Liverpool í úrslitaleiknum um Samfélagsskjöldinn. Er þetta annað árið í röð sem City vinnur þennan titil og verða lærisveinar Guardiola áfram handhafar allra titla sem í boði eru á Englandi fyrir lið í efstu deild næstu mánuðina. Snemma leiks virtist City vera í sérflokki, Liverpool réð illa við fjölbreyttan sóknarleik og pressu Manchester City sem fann fjölmargar glufur á vörn Liverpool. Á upphafsmínútunum tókst Raheem Sterling að koma Manchester City yfir af stuttu færi eftir mistök í varnarlínu Liverpool, hans fyrsta mark gegn Liverpool í tíundu tilraun. City hélt áfram að sækja og fékk Sterling gott færi til að bæta við forskotið í upphafi seinni hálfleiks en var of lengi að athafna sig. Það virtist vekja Liverpool til lífsins sem var mun sterkari aðilinn síðustu 30. mínúturnar og jafnaði verðskuldað metin korteri fyrir leikslok þegar Joel Matip skallaði í netið af stuttu færi. Liverpool sótti stíft í leit að sigurmarki á lokamínútum leiksins og mátti hársbreidd muna að Mohamed Salah skoraði sigurmarkið undir lok venjulegs leiktíma en Kyle Walker bjargaði á ótrúlegan máta á línunni. Þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Gini Wijnaldum reyndist skúrkur Liverpool-manna. Claudio Bravo varði vítaspyrnu Hollendingsins og kom það í hlut Gabriel Jesus að tryggja City sigurinn með fimmtu og síðustu spyrnu City á Wembley.Guardiola var feginn í leikslok. „Þetta var ótrúlegur úrslitaleikur, og bæði liðin léku mjög vel. Á þessu stigi knattspyrnunnar munar oftast litlu, í dag var það ein vítaspyrna og í vor munaði einu stigi. Þetta er góð áminning fyrir mína leikmenn um hvað það má ekki margt fara úrskeiðis,“ sagði Guardiola í leikslok. Pressan er á City í aðdraganda mótsins sem hefst á Anfield á föstudaginn. Erkifjendur City í Manchester-borg, Manchester United hafa styrkt hópinn vel líkt og Arsenal, Chelsea og Tottenham sem gera atlögu til að brjóta sér leið inn í toppbaráttuna í vetur eftir einsleita titilbaráttu í fyrra þegar City og Liverpool stungu snemma af. City hefur verið í sérflokki undanfarin tvö ár og stigasöfnun þeirra í deildarkeppninni einstök en lærisveinar Guardiola reyna nú eitthvað sem engum öðrum en Sir Alex Ferguson hefur tekist frá því að nafninu var breytt í ensku úrvalsdeildina árið 1992, að vinna meistaratitilinn þrjú ár í röð.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Sjá meira