Innlent

Tveir leitað á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis

Birgir Olgeirsson skrifar
Neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis er starfrækt hjá Landspítala Íslands.
Neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis er starfrækt hjá Landspítala Íslands. Fréttablaðið
Tveir einstaklingar leituðu á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítalanum um helgina. Samkvæmt upplýsingum þaðan sem fengust í morgun hafði annar einstaklingurinn verið á útihátíð en hitt brotið var ótengt útihátíð.

Fjöldi útihátíða voru víða um land um liðna helgi. Þegar þetta er ritað hafa engar upplýsingar borist frá öðrum heilbrigðisstofnunum víðs vegar um land þess efnis hvort einhver hafi leitað þangað vegna kynferðisofbeldis um eða eftir verslunarmannahelgina.

Nokkrar líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar í Vestmannaeyjum og á Akureyri um liðna helgi. Þar fóru fram útihátíðirnar þjóðhátíð og Ein með öllu. Á Akureyri var einn með talsverða áverka á höfði eftir líkamsárás en flytja þurfti tvo með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum eftir alvarlegar líkamsárásir aðfaranótt sunnudags.

Í Kópavogi var einn handtekinn grunaður um stórfellda líkamsárás en þolandinn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×