Innlent

Grunaður um stórfellda líkamsárás í Kópavogi

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá Kópavogi.
Frá Kópavogi. Vísir/Vilhelm
Tæplega sjötíu mál komu inn á borð lögreglu frá klukkan 19 í gærkvöldi og til klukkan fimm í morgun. Helstu verkefni voru vegna ölvunar, óláta og slagsmála ásamt því að nokkrir ökumenn voru stöðvaði vegna ölvunar og eða fíkniefnaaksturs. Sex manns gistu fangaklefa eftir nóttina.

Í Kópavogi var maður handtekinn grunaður um stórfellda líkamsárás en þolandi var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Þá var maður handtekinn í Breiðholti vegna líkamsárásar og vistaður í fangaklefa.

Lögreglan hafði afskipti af ökumanni í Reykjavík eftir umferðaróhapp. Var ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis en ökumaðurinn neitaði sýnatöku. Í hverfi 113 var ökumaður stöðvaður á ótryggðum bíl og reyndist hann einnig undir áhrifum fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×