Erlent

Fanginn sem reyndi að flýja í gervi dóttur sinnar látinn

Birgir Olgeirsson skrifar
Da Silva var óþekkjanlegur í með grímuna.
Da Silva var óþekkjanlegur í með grímuna.
Brasilíski fanginn sem ætlaði að flýja úr fangelsi í gervi dóttur sinnar fannst látinn í klefa sínum þremur dögum eftir að flóttatilraunin misfórst.

Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en þar segir að fanginn hafi hengt sig.

Fanginn heitir Clauvino da Silva sem hafði verið dæmdur til 73 ára fangelsisvistar fyrir eiturlyfjasmygl.

Fangaverðir stöðvuðu Silva á laugardag þegar hann ætlaði sér að ganga út úr fangelsi í gervi nítján ára gamallar dóttur sinnar. Að sögn fangavarða komst upp um Silva þar sem hann var bersýnilega stressaður þegar hann reyndi að yfirgefa fangelsið.

Silva hafði sett á sig silíkongrímu, svarta hárkollu og gleraugu ásamt því að klæðast brjóstahaldara og stuttermabol af dóttur sinni. Fangaverðirnir tóku myndband af Silva á meðan hann var látinn fjarlægja gervið.

Dóttir hans, sem varð eftir í klefanum á meðan Silva reyndi að strjúka, er til rannsóknar ásamt átta öðrum fyrir aðild þeirra að skipulagningu flóttans.

Árið 2013 tókst Silva að strjúka úr fangelsi í gegnum holræsiskerfi en var þó handsamaður skömmu síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×