Erlent

Fundu lík bresks stjarneðlisfræðings sem hvarf á grískri eyju

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Nathalie Christopher var 35 ára.
Nathalie Christopher var 35 ára.

Lögregla á grísku eyjunni Íkaríu fann í dag lík Natalie Christopher, bresks stjarneðlisfræðings. Ekkert hafði spurst til Christopher síðan hún fór út að skokka á mánudagsmorgun.

Í frétt AP-fréttaveitunnar segir að líkið hafi fundist í 20 metra djúpu gili í grennd við dvalarstað Christopher og kærasta hennar á eyjunni. Það var kærastinn sem tilkynnti um hvarf Christopher eftir að hún skilaði sér ekki heim úr hlaupinu.

Parið er búsett á Kýpur en var á ferðalagi á Íkaríu, um 210 kílómetrum sunnan af Aþenu. Lögregluyfirvöld blésu strax til umfangsmikillar leitar. Ekkert hefur verið gefið út um banamein Christopher að svo stöddu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.