Fótbolti

Gunnhildur Yrsa í sigurliði en Dagný og stöllur hennar töpuðu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Dagný Brynjarsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Dagný Brynjarsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. Vísir/Samsett/Getty og EPA
Tveir leikir fóru fram í bandarísku atvinnumannadeildinni í nótt og voru íslenskar landsliðskonur í eldlínunni í þeim báðum en byrjuðu reyndar báðar á varamannabekknum.

Dagný Brynjarsdóttir kom inn af bekknum hjá Portland Thorns á 82.mínútu þegar liðið beið lægri hlut fyrir Reign á útivelli, 1-0. Portland Thorns missti þar með af tækifæri til að tylla sér á topp deildarinnar en Dagný og stöllur hennar hafa einu stigi minna en topplið North Carolina.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir kom inn af bekknum hjá Utah Royals á 64.mínútu en þá var liðið komið í 3-0 forystu gegn botnliði Sky Blue. Christine Press skoraði tvö mörk á þriggja mínútna kafla í fyrri hálfleik og Amy Rodriguez gulltryggði sigur Utah í upphafi síðari hálfleiks.

Gunnhildur Yrsa og stöllur hennar í 6.sæti deildarinnar með 21 stig, sjö stigum minna en toppliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×