Lýsir yfir endalokum ítölsku ríkisstjórnarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2019 20:25 Salvini hefur sagt arrivederci við Fimm stjörnu hreyfinguna. Vísir/EPA Matteo Salvini, varaforsætisráðherra Ítalíu og leiðtogi hægriöfgaflokksins Bandalagsins, segir að slitnað hafi upp úr ríkisstjórnarsamstarfinu við Fimm stjörnu hreyfinguna og að boða þurfi til nýrra kosninga. Luigi Di Maio, leiðtogi samstarfsflokksins, segir flokk sinn tilbúinn í kosningar. Grunnt hefur verið á því góða á milli stjórnarflokkanna tveggja undanfarnar vikur en ár er frá því að þeir mynduðu saman ríkisstjórn. Nú síðast greiddu flokkarnir atkvæði gegn hvor öðrum á þingi varðandi háhraðalestartengingu við Frakkland. Salvini segist hafa greint Guiseppe Conte, forsætisráðherra, frá því að samstarfinu hafi verið slitið í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þingið gæti komið saman í næstu viku til að ákveða næstu skref en það er nú í sumarfríi. Óvíst er þó hvort að Sergio Mattarella, forseti, sé tilbúinn að slíta þingi og boða til nýrra kosninga áður en undirbúningi fjárlaga verður lokið í haust. Forsetinn er sá eini sem getur leyst upp þingið. Di Maio segir Fimm stjörnu hreyfinguna ekki óttast kosningar. Sakaði hann Salvini um að fara með landið í „þeysireið“. Ítalir muni snúast gegn honum vegna þess. Fimm stjörnu hreyfingin hefur fleiri þingmenn en Bandalagið. Nýlegar skoðanakannanir benda aftur á móti til þess að Bandalagið njóti stuðnings tvöfalt fleiri kjósenda en samstarfsflokkurinn. Salvini hefur ítrekað hótað því að slíta stjórnarsamstarfinu til þess að nýta sér meðbyrinn í nýjum kosningum. Ítalía Tengdar fréttir Upptaka sögð sýna samkurl Rússa og ítalsks hægriöfgaflokks Náinn bandamaður leiðtoga ítalska hægriöfgaflokksins Bandalagsins heyrist ræða við Rússa um hvernig þeir geti komið rússneskum olíupeningum í fjárhirslur flokksins. 10. júlí 2019 19:07 Forsætisráðherra Ítalíu hótar afsögn Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hótaði afsögn sinni í gær ef samstarfsflokkar hans tveir, Norðurbandalagið og Fimm stjörnu hreyfingin, hættu ekki endalausum deilum sín í milli. 4. júní 2019 07:45 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Matteo Salvini, varaforsætisráðherra Ítalíu og leiðtogi hægriöfgaflokksins Bandalagsins, segir að slitnað hafi upp úr ríkisstjórnarsamstarfinu við Fimm stjörnu hreyfinguna og að boða þurfi til nýrra kosninga. Luigi Di Maio, leiðtogi samstarfsflokksins, segir flokk sinn tilbúinn í kosningar. Grunnt hefur verið á því góða á milli stjórnarflokkanna tveggja undanfarnar vikur en ár er frá því að þeir mynduðu saman ríkisstjórn. Nú síðast greiddu flokkarnir atkvæði gegn hvor öðrum á þingi varðandi háhraðalestartengingu við Frakkland. Salvini segist hafa greint Guiseppe Conte, forsætisráðherra, frá því að samstarfinu hafi verið slitið í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þingið gæti komið saman í næstu viku til að ákveða næstu skref en það er nú í sumarfríi. Óvíst er þó hvort að Sergio Mattarella, forseti, sé tilbúinn að slíta þingi og boða til nýrra kosninga áður en undirbúningi fjárlaga verður lokið í haust. Forsetinn er sá eini sem getur leyst upp þingið. Di Maio segir Fimm stjörnu hreyfinguna ekki óttast kosningar. Sakaði hann Salvini um að fara með landið í „þeysireið“. Ítalir muni snúast gegn honum vegna þess. Fimm stjörnu hreyfingin hefur fleiri þingmenn en Bandalagið. Nýlegar skoðanakannanir benda aftur á móti til þess að Bandalagið njóti stuðnings tvöfalt fleiri kjósenda en samstarfsflokkurinn. Salvini hefur ítrekað hótað því að slíta stjórnarsamstarfinu til þess að nýta sér meðbyrinn í nýjum kosningum.
Ítalía Tengdar fréttir Upptaka sögð sýna samkurl Rússa og ítalsks hægriöfgaflokks Náinn bandamaður leiðtoga ítalska hægriöfgaflokksins Bandalagsins heyrist ræða við Rússa um hvernig þeir geti komið rússneskum olíupeningum í fjárhirslur flokksins. 10. júlí 2019 19:07 Forsætisráðherra Ítalíu hótar afsögn Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hótaði afsögn sinni í gær ef samstarfsflokkar hans tveir, Norðurbandalagið og Fimm stjörnu hreyfingin, hættu ekki endalausum deilum sín í milli. 4. júní 2019 07:45 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Upptaka sögð sýna samkurl Rússa og ítalsks hægriöfgaflokks Náinn bandamaður leiðtoga ítalska hægriöfgaflokksins Bandalagsins heyrist ræða við Rússa um hvernig þeir geti komið rússneskum olíupeningum í fjárhirslur flokksins. 10. júlí 2019 19:07
Forsætisráðherra Ítalíu hótar afsögn Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hótaði afsögn sinni í gær ef samstarfsflokkar hans tveir, Norðurbandalagið og Fimm stjörnu hreyfingin, hættu ekki endalausum deilum sín í milli. 4. júní 2019 07:45