Fótbolti

Roberto Carlos endurgerir aukaspyrnuna ótrúlegu gegn Frakklandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Roberto Carlos er næstleikjahæstur í sögu brasilíska landsliðsins með 125 leiki.
Roberto Carlos er næstleikjahæstur í sögu brasilíska landsliðsins með 125 leiki. vísir/getty
Eftirminnilegasta markið á ferli Robertos Carlos kom í leik Brasilíu og Frakklands á Tournoi de France æfingamótinu í júní 1997.

Á 21. mínútu tók Carlos aukaspyrnu af rúmlega 30 metra færi. Boltinn virtist vera á leið framhjá en sveigði á síðustu stundu og söng í netinu án þess að Fabien Barthez kæmi neinum vörnum við.





Carlos reyndi að endurgera aukaspyrnuna frægu á dögunum. Það er enn sami kraftur í vinstri fætinum en sveiflan var ekki jafn fullkomin og fyrir 22 árum. Tilraunina má sjá hér fyrir neðan.



Carlos lagði skóna fyrst á hilluna 2012 og svo endanlega eftir að hafa spilað þrjá leiki með Delhi Dynamos á Indlandi 2015.

Fyrir tveimur árum fékk Carlos fangelsisdóm vegna meðlagsskuldar. Brassinn er sérstaklega frjósamur en hann á níu börn. Það síðasta fæddist 2017. Sama ár varð hann afi í fyrsta sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×