Innlent

Hélt upp á afmæli Ed Sheeran í fyrra og ætlar á báða tónleika hans um helgina

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Freyja Guðnadóttir getur ekki beðið eftir tónleikum Ed Sheeran.
Freyja Guðnadóttir getur ekki beðið eftir tónleikum Ed Sheeran. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT
Þó margir séu spenntir fyrir tónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheeran er líklega enginn spenntari en hin fimmtán ára gamla Freyja. Hún hélt upp á afmæli tónlistarmannsins fyrir ári og ætlar bæði á tónleikana á laugardag og sunnudag.

Hin fimmtán ára Freyja Guðnadóttir er mikill aðdáandi tónlistarmannsins Ed Sheeran. Hún byrjaði að hlusta á tónlistarmanninn fyrir fimm árum síðan en hún segir það heillandi hve eðlilegur hann sér.

„Mér finnst hann bara vera svo frábær. Hann er öðruvísi en aðrir tónlistarmenn. Hann klæðir sig bara í gallabuxur og bol og svo er hann með góða tónlist,“ sagði Freyja Guðnadóttir, aðdáandi Ed Sheeran.

Uppáhalds lagið hennar með tónlistarmanninum er Give me love og er hún virkilega spennt að hlusta á kappann.

„Ég bara var svo spennt ég hoppaði út um allt og það var mikill spenningur,“ sagði Freyja.

Hún var svo spennt fyrir komu hans til landsins að hún lét það ekki nægja að fara aðeins á aðra tónleikana.

Á hvaða tónleika ætlar þú?

„Ég ætla á báða tónleika. Ég ætla að vera í stúku á fyrri tónleikunum en á gólfinu áþeim seinni því þar er mikil stemning,“ sagði Freyja.

Hvað myndir þú gera ef þú fengir að hitta hann?

„Ég myndi tryllast. Hann er bara minn uppáhalds, hann er goðið mitt,“ sagði Freyja.

Þá hélt hún upp á afmæli tónlistarmannsins fyrir ári síðan.

„Ég bjó til köku og gerði hana eins og plötuna hans og hélt upp á afmælið hans,“ sagði Freyja.

Ef þú fengir að tala við hann að hverju myndir þú spyrja?

„Ég myndi spyrja hvað honum finnist um að vera svona frægur því hann varð bara allt í einu frægur,“ sagði Freyja.

Ef Ed Sheeran horfir á þetta viðtal. hvaða skilaboð hefur þú til hans?

„Ég elska þig svo mikiðþú ert uppáhalds manneskjan mín í heiminum,“ sagði Freyja.

Freyja hélt upp á afmæli tónlistarmannsins í fyrra. Hún bakaði köku sem líktist plötuumslagi kappans.Aðsend mynd

Tengdar fréttir

Tónleikagestir fá frítt í Strætó

Tónleikagestir á stórtónleikum enska söngvarans Eds Sheeran, sem fram fara á Laugardalsvelli næstkomandi laugardags- og sunnudagskvöld, fá frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×