Innlent

Spáir þurru og mildu veðri þegar Ed Sheeran stígur á svið

Birgir Olgeirsson skrifar
Tugþúsundir munu sækja tónleika Ed Sheeran á Laugardalsvelli.
Tugþúsundir munu sækja tónleika Ed Sheeran á Laugardalsvelli. Vísir/Getty
Í dag er útlit fyrir norðlæga átt á bilinu 5 til 13 m/s. Lengst af rigning eða súld á Norður- og Austurlandi og svalt á þeim slóðum, hiti ekki nema 5 til 10 stig. Sunnan heiða verður hins vegar sólríkt ef að líkum lætur og sæmilegur hiti yfir daginn, eða 12 til 17 stig. Skemmst er frá því að segja að spáð er sama veðri áfram á morgun. Þetta kemur í hugleiðingu veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands en þar segir að raunar sé ekki að sjá neitt annað en norðanátt í kortunum fram í næstu viku.

Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran verður með tvenna tónleika á Laugardalsvelli um komandi helgi. Tug þúsundir hafa fest kaup á miða á þessa tónleika og því von á margmenni utandyra í Laugardal á laugardag og sunnudag. Veðurspáin fyrir þessa daga gerir ráð fyrir þurru  og mildu veðri þegar tónleikarnir fara fram. 

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:

Norðan 5-13 m/s. Rigning með köflum á Norður- og Austurlandi og hiti 5 til 10 stig. Þurrt og bjart sunnan- og vestanlands með hita að 16 stigum yfir daginn.

Á sunnudag og mánudag:

Stíf norðanátt og talsverð rigning um landið norðanvert, en þurrt sunnanlands. Hiti 3 til 8 stig fyrir norðan, en allt að 14 stiga hiti syðst að deginum.

Á þriðjudag og miðvikudag:

Útlit fyrir áframhaldandi norðanátt með dálítilli vætu og svölu veðri norðan- og austanlands, en björtu veðri að mestu sunnan heiða með hita að 15 stigum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×