Liverpool stjörnurnar voru skælbrosandi á fyrstu æfingu eftir sumarfrí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2019 16:00 Naby Keita, Roberto Firmino, Mohamed Salah og Xherdan Shaqiri voru allir að koma til baka, þrír úr sumarfríi en tveir úr meiðslum. Getty/Andrew Powell Liverpool er búið að endurheimta stórstjörnurnar Mohamed Salah, Alisson Becker og Roberto Firmino sem hafa allir skilað sér til æfinga eftir stutt sumarfrí. Leikmennirnir voru allir uppteknir með landsliðum sínum í allt sumar og sá fjórði, Sadio Mané, er ekki enn kominn til baka þar sem Afríkukeppnin kláraðist seinna en öll önnur landsliðsmót sumarsins. Þeir Mohamed Salah, Alisson Becker og Roberto Firmino mættu allir til Evian í Frakklandi þar sem Liverpool er í æfingabúðum. Auk þessara þriggja eru þeir Naby Keita og Xherdan Shaqiri einnig farnir að æfa eftir að hafa verið að glíma við meiðsli. Liverpool hefur saknað þeirra mikið ef marka má úrslitin í æfingarleikjunum en Liverpool hefur nú leikið fjóra undirbúningsleiki í röð án sigurs og tapað þremur þeirra.Look who's back pic.twitter.com/5dGq0Ivsiz — B/R Football (@brfootball) July 30, 2019Liverpool hefur gefið mörgum ungum leikmönnum tækifæri á undirbúningstímabilinu en strákar eins og Curtis Jones, Ben Woodburn og Nat Phillips duttu úr fyrir Frakklandsferðina. Nýju táningarnir Harvey Elliott og Sepp van den Berg fengu hins vegar báðir að fara með alveg eins og Bobby Duncan sem er framherji átján ára liðs félagsins. Liverpool æfir í Evian alla vikuna en fer til Genfar í Sviss á miðvikudagskvöldið þar sem liðið mætir Lyon í æfingarleik. Sá leikur var settur á svo þeir Mohamed Salah, Alisson Becker og Roberto Firmino myndu allir ná leik fyrir fyrsta leik tímabilsins. Liverpool mætir Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn á sunnudaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikmennirnir sem æfa með Liverpool í Frakklandi eru eftirtaldir: Alexander-Arnold, Alisson, Brewster, Duncan, Elliott, Fabinho, Firmino, Gomez, Henderson, Hoever, Keita, Lallana, Larouci, Lewis, Lonergan, Lovren, Matip, Mignolet, Milner, Ojrzynski, Origi, Oxlade-Chamberlain, Robertson, Salah, Shaqiri, Van den Berg, Van Dijk, Wijnaldum, Wilson. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af endurkomu stórstjarnanna Mohamed Salah, Alisson Becker og Roberto Firmino.Getty/Andrew PowellGetty/Andrew PowellGetty/Andrew PowellGetty/Andrew PowellGetty/Andrew PowellGetty/Andrew PowellGetty/Andrew PowellGetty/Andrew Powell Enski boltinn Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sjá meira
Liverpool er búið að endurheimta stórstjörnurnar Mohamed Salah, Alisson Becker og Roberto Firmino sem hafa allir skilað sér til æfinga eftir stutt sumarfrí. Leikmennirnir voru allir uppteknir með landsliðum sínum í allt sumar og sá fjórði, Sadio Mané, er ekki enn kominn til baka þar sem Afríkukeppnin kláraðist seinna en öll önnur landsliðsmót sumarsins. Þeir Mohamed Salah, Alisson Becker og Roberto Firmino mættu allir til Evian í Frakklandi þar sem Liverpool er í æfingabúðum. Auk þessara þriggja eru þeir Naby Keita og Xherdan Shaqiri einnig farnir að æfa eftir að hafa verið að glíma við meiðsli. Liverpool hefur saknað þeirra mikið ef marka má úrslitin í æfingarleikjunum en Liverpool hefur nú leikið fjóra undirbúningsleiki í röð án sigurs og tapað þremur þeirra.Look who's back pic.twitter.com/5dGq0Ivsiz — B/R Football (@brfootball) July 30, 2019Liverpool hefur gefið mörgum ungum leikmönnum tækifæri á undirbúningstímabilinu en strákar eins og Curtis Jones, Ben Woodburn og Nat Phillips duttu úr fyrir Frakklandsferðina. Nýju táningarnir Harvey Elliott og Sepp van den Berg fengu hins vegar báðir að fara með alveg eins og Bobby Duncan sem er framherji átján ára liðs félagsins. Liverpool æfir í Evian alla vikuna en fer til Genfar í Sviss á miðvikudagskvöldið þar sem liðið mætir Lyon í æfingarleik. Sá leikur var settur á svo þeir Mohamed Salah, Alisson Becker og Roberto Firmino myndu allir ná leik fyrir fyrsta leik tímabilsins. Liverpool mætir Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn á sunnudaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikmennirnir sem æfa með Liverpool í Frakklandi eru eftirtaldir: Alexander-Arnold, Alisson, Brewster, Duncan, Elliott, Fabinho, Firmino, Gomez, Henderson, Hoever, Keita, Lallana, Larouci, Lewis, Lonergan, Lovren, Matip, Mignolet, Milner, Ojrzynski, Origi, Oxlade-Chamberlain, Robertson, Salah, Shaqiri, Van den Berg, Van Dijk, Wijnaldum, Wilson. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af endurkomu stórstjarnanna Mohamed Salah, Alisson Becker og Roberto Firmino.Getty/Andrew PowellGetty/Andrew PowellGetty/Andrew PowellGetty/Andrew PowellGetty/Andrew PowellGetty/Andrew PowellGetty/Andrew PowellGetty/Andrew Powell
Enski boltinn Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sjá meira