Íslenski boltinn

Pétur Pétursson: Margrét Lára er miklu betri framherji en ég var

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Pétur Pétursson, þjálfari Vals. vísir/bára
„Mér fannst þetta einn besti leikurinn okkar í sumar, frábær fótbolti og ég naut þess að horfa á okkur spila í kvöld gegn sterku liðu Stjörnunnar,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, sáttur eftir 5-1 sigur gegn Stjörnunni í Garðabænum í kvöld.

 

Aðspurður hvað hefði breyst hjá Valsliðinu milli tímabila þá var Pétur ekki tilbúinn að gefa það upp.

„Ég ætla ekki að segja þér það,“ svaraði hann kíminn.

 

Þá var Pétur spurður út í Margréti Láru og hvort hún væri mögulega betri framherji en hann sjálfur var á sínum tíma.

„Ég skoraði ekki nema 67 mörk á Íslandi þannig já hún er miklu betri framherji. Ég held líka að Margrét viðurkenni það ekki en hún fékk að æfa í gær,“ sagði Pétur sposkur á svip.

 

„Nei ekki neitt,“ sagði hann svo þegar hann var svo spurður hvort hann vildi segja eitthvað um af hverju Margrét hefði ekki fengið að æfa í gær.

 

Að lokum var Pétur spurður út í Verslunarmannahelgina em hann segist treysta leikmönnum sínum.

„Það er Verslunarmannafrí og ef þessar stelpur hafa áhuga á að halda baráttunni áfram þá hugsa þær vel um sig og ég treysti því.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×