Reagan kallaði Afríkubúa „apa“ í símtali við Nixon Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2019 15:23 Nixon (t.v.) og Reagan (t.h.) saman á kosningafundi. Sá fyrrnefndi var forseti til 1974 þegar hann sagði af sér vegna Watergate-hneykslisins. Reagan varð forseti árið 1981. Vísir/Getty Tveir bandarískir forsetar hlógu saman að því að fulltrúa Afríkuþjóða hjá Sameinuðu þjóðunum væru „apar“ í símtali þeirra á milli árið 1971. Á upptöku sem var nýlega gerð opinber heyrist Ronald Reagan, þá ríkisstjóri Kaliforníu, fara niðrandi orðum um Afríkubúa við Richard Nixon, þáverandi forseta. Tilefni ummæla Reagan var að fulltrúar Tansaníu hjá Sameinuðu þjóðunum fögnuðu því með dansi að aðildarríkin samþykktu að viðurkenna Kína og reka Taívan úr samtökunum. Reagan studdi aðild Taívan. Þáverandi ríkisstjórinn hringdi í Nixon daginn eftir til að lýsa óánægju sinni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Að sjá þessa…apa frá þessum Afríkulöndum. Fjandinn hafi þá, þeim líður ennþá illa að ganga í skóm!“ heyrist Reagan segja við Nixon á upptökunni. Forsetinn heyrist hlæja. Sagnfræðiprófessor við New York-háskóla sem stýrði áður forsetabókasafni Nixon fann upptökuna en henni hafði verið haldið leyndri vegna persónuverndarsjónarmiða þrátt fyrir að aðrar upptökur hefðu verið birtar árið 2000 þegar Reagan var enn á lífi. Nixon sagði eftir á við utanríkisráðherra sinn að Reagan hefði kallað Tansaníumennina „mannætur“ sem gengju ekki í skóm. Reagan hefði þrýst á hann að segja Bandaríkin frá Sameinuðu þjóðunum en símtalið hafi fljótt snúist að mestu um kvartanir hans um Tansaníumennina. Reagan varð forseti Bandaríkjanna tíu árum eftir símtalið og gegndi embættinu til 1989. Hann lést árið 2004. Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Tansanía Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Tveir bandarískir forsetar hlógu saman að því að fulltrúa Afríkuþjóða hjá Sameinuðu þjóðunum væru „apar“ í símtali þeirra á milli árið 1971. Á upptöku sem var nýlega gerð opinber heyrist Ronald Reagan, þá ríkisstjóri Kaliforníu, fara niðrandi orðum um Afríkubúa við Richard Nixon, þáverandi forseta. Tilefni ummæla Reagan var að fulltrúar Tansaníu hjá Sameinuðu þjóðunum fögnuðu því með dansi að aðildarríkin samþykktu að viðurkenna Kína og reka Taívan úr samtökunum. Reagan studdi aðild Taívan. Þáverandi ríkisstjórinn hringdi í Nixon daginn eftir til að lýsa óánægju sinni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Að sjá þessa…apa frá þessum Afríkulöndum. Fjandinn hafi þá, þeim líður ennþá illa að ganga í skóm!“ heyrist Reagan segja við Nixon á upptökunni. Forsetinn heyrist hlæja. Sagnfræðiprófessor við New York-háskóla sem stýrði áður forsetabókasafni Nixon fann upptökuna en henni hafði verið haldið leyndri vegna persónuverndarsjónarmiða þrátt fyrir að aðrar upptökur hefðu verið birtar árið 2000 þegar Reagan var enn á lífi. Nixon sagði eftir á við utanríkisráðherra sinn að Reagan hefði kallað Tansaníumennina „mannætur“ sem gengju ekki í skóm. Reagan hefði þrýst á hann að segja Bandaríkin frá Sameinuðu þjóðunum en símtalið hafi fljótt snúist að mestu um kvartanir hans um Tansaníumennina. Reagan varð forseti Bandaríkjanna tíu árum eftir símtalið og gegndi embættinu til 1989. Hann lést árið 2004.
Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Tansanía Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent