Fótbolti

Kolbeinn og félagar úr leik í Meistaradeildinni eftir grátlegar lokamínútur gegn Maribor

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kolbeinn í Evrópuleik með AIK.
Kolbeinn í Evrópuleik með AIK. vísir/getty
Kolbeinn Sigþórsson og félagar í AIK eru úr leik í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar eftir tap gegn Maribor í framlengdum leik í Svíþjóð í kvöld.

Maribor sló út Valsmenn í fyrstu umferðinni og fyrir tveimur árum slógu þeir út FH. Fyrri leik liðanna lauk með 2-1 sigri Maribor en AIK skoraði þar mikilvægt útivallarmark.

Staðan eftir venjulegan leiktíma í kvöld var 2-1 en markið sem virtist skilja liðin að kom á 93. mínútu er Tarik Elyounoussi skoraði. Hins vegar skoraði Maribor á 117. mínútu sem skaut þeim a´fram.

Kolbeinn kom inn á sem varamaður strax í fyrri hálfleik, á 32. mínútu, og lék út leikinn en AIK fer nú í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.

Willum Þór Willumsson var ekki í leikmannahópi Bate vegna meisla sem tapaði 2-0 í síðari leiknum gegn norsku meisturunum í Rosenborg. Bate er því úr leik, samanlagt 3-2, en fer í forkeppni Evrópudeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×