Erlent

Einn handtekinn grunaður um hrottalegt morð á áhrifavaldi

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Í yfirlýsingu frá lögregluyfirvöldum í Rússlandi kom fram að einn hefur verið handtekinn grunaður um morðið á hinni 24 ára Ekaterinu Karaglanovu sem fannst látin í ferðatösku á heimili sínu á laugardag. Árásarmaðurinn hafði skorið hana á háls og stungið hana ítrekað með eggvopni.
Í yfirlýsingu frá lögregluyfirvöldum í Rússlandi kom fram að einn hefur verið handtekinn grunaður um morðið á hinni 24 ára Ekaterinu Karaglanovu sem fannst látin í ferðatösku á heimili sínu á laugardag. Árásarmaðurinn hafði skorið hana á háls og stungið hana ítrekað með eggvopni. Instagram
Í yfirlýsingu frá lögregluyfirvöldum í Rússlandi kom fram að einn hefur verið handtekinn grunaður um morðið á hinni 24 ára Ekaterinu Karaglanovu sem fannst látin í ferðatösku á heimili sínu á laugardag. Árásarmaðurinn hafði skorið hana á háls og stungið hana ítrekað með eggvopni.

Sjá nánar: Áhrifavaldur á Instagram fannst látinn í ferðatösku á heimili sínu

Lögreglan vildi ekki greina frá nafni hins grunaða en viðkomandi var yfirheyrður í dag. Í gær greindi rússneska lögreglan þó frá því að mögulegt væri að afbrýðisamur fyrrverandi kærasti gæti verið ábyrgur fyrir morðinu því til hans hafi sést á eftirlitsmyndavélum nokkrum dögum fyrir hvarf Karaglanovu.

Karaglanova hafði nýlega kynnst öðrum manni og þau tilkynnt um ástarsamband sitt. Karaglanova og nýi kærastinn voru búin að skipuleggja ferðalag til Hollands og ætluðu að halda upp á afmælisdaginn hennar.

Auk þess að vera áhrifavaldur á Instagram og nýútskrifaður læknir hélt Karaglanova úti vinsælu ferðabloggi og með þúsundir áskrifenda.Instagram
Æðsta rannsóknarnefnd rússneska ríkisins fer með rannsókn málsins en morðið hefur vakið mikinn óhug á meðal íbúa í Rússlandi og vakið athygli út fyrir landsteinana.

Lögreglan í Rússlandi fékk leyfi frá leigusala Karaglanovu til að fara inn í íbúðina eftir að áhyggjufull fjölskylda hennar tilkynnti um hvarfið. Það var þá sem lögreglan kom að líki Karaglanovu sem ódæðismaðurinn hafði komið fyrir í ferðatösku og skilið eftir úti á gangi.

Karaglanova var með 85.000 fylgjendur á Instagram og hafði nýlega útskrifast sem læknir með sérhæfingu í húðlækningum. Hún hefur á undanförnum árum vakið mikla athygli í heimalandi sínu því hún þykir nauðalík bresku leikkonunni Audrey Hepburn en Karaglanova birti sjálf nokkrar myndir af Hepburn á Instagram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×