Íslenski boltinn

Stjörnustrákar unnu Gothia Cup

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigurlið Stjörnunnar.
Sigurlið Stjörnunnar. mynd/stjarnan

Þriðji flokkur Stjörnunnar varð meistari í keppni 15 ára drengja á Gothia Cup í Gautaborg í Svíþjóð.

Stjörnustrákar unnu 3-0 sigur á IFK Haninge frá Svíþjóð í úrslitaleiknum sem fór fram á Gamla Ullevi.

Ísak Andri Sigurgeirsson kom Stjörnunni yfir á 17. mínútu en það var fyrsta markið sem Haninge fékk á sig á mótinu.

Adolf Daði Birgisson bætti öðru marki við á 41. mínútu og aðeins mínútu síðar skoraði Ísak Andri annað mark sitt og þriðja mark Garðbæinga.

Óli Valur Ómarsson var valinn maður úrslitaleiksins. Stjarnan vann átta af níu leikjum sínum á mótinu.

Gothia Cup er risastórt mót en um 1700 lið tóku þátt í ár. Í flokki 15 ára yngri tóku 222 lið frá 31 landi þátt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.