Donald Trump: „Hvers vegna fékkst þú Nóbelsverðlaun?“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júlí 2019 15:44 Trump ásamt eftirlifendum trúarlegs ofstækis á fundi í Hvíta húsinu. getty/Chip Somodevilla Donald Trump, Bandaríkjaforseti, átti í mjög vandræðalegum orðaskiptum við einstaklinga sem höfðu lifað af trúarlegar ofsóknir á fundi með þeim á skrifstofu sinn í Hvíta húsinu á miðvikudag. Hópurinn var á fundi með forsetanum í tilefni af ráðstefnu um trúfrelsi sem haldin var á vegum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í vikunni. Pompeo hefur lagt mikla áherslu á trúfrelsi á þessu kjörtímabili þó það hafi kannski ekki skilað sér í verki.Sjá einnig: Sakar Kína um að bera ábyrgð á „verstu mannréttindabrotum okkar tíma“Donald Trump sat við skrifborð sitt umkringdur eftirlifendum þessara hræðilegu atburða og sneri sér í stólnum eftir því hvar manneskjan sem talaði við hann stóð. Mohib Mullah er einn 740 þúsund Róhingja múslima sem flúði yfir landamærin til Bangladess eftir að mjanmarski herinn fór í herför gegn þjóðinni árið 2017 og myrti þúsundir einstaklinga. Mullah lýsti því fyrir Trump hvernig flestir flóttamenn Róhingja væru tilbúnir að fara heim til Mjanmar. „Góða kvöldið herra forseti. Ég er Róhingi frá flóttamannabúðunum í Bangladess. Flestir flóttamenn Róhingja eru tilbúnir til að fara aftur heim eins fljótt og auðið er. Hvað ætlið þið að gera til að hjálpa okkur?“ spurði hann forsetann. Svar Trump var líklegast ekki eins úthugsað eins og Mullah hefur haldið enda virtist forsetinn ekki vita nákvæmlega um hvað Mullah væri að tala. „Og hvar er það nákvæmlega?“ spurði TrumpHvers vegna fékkst þú Nóbelsverðlaun? Nadia Murad er jasídísk-írönsk og er vel þekkt vegna mannréttindabaráttu sinnar. Hún er nú búsett í Þýskalandi en árið 2014 var henni rænt og haldið í kynlífsánauð af hryðjuverkahópi sem kennir sig við íslamskt ríki í þrjá mánuði. Hún hefur verið virk í baráttu sinni gegn kynbundnu ofbeldi í stríði og hlaut Nóbelsverðlaun fyrir baráttu sína í þágu þess árið 2018. „Allt þetta kom fyrir mig, þeir drápu mömmu mína og sex bræður,“ sagði hún við Trump. „Og hvar eru þau núna?“ spurði hann hana.Nadia Murad, Nóbelsverðlaunahafi, heilsar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.getty/Chip SomodevillaNadia horfði hissa á hann og svaraði: „Þeir drápu þau.“ Trump virtist ekkert vita við hvern hann var að tala og spurði hana hvort hún hafi unnið Nóbelsverðlaun. Þegar Murad svaraði játandi spurði hann: „Hvers vegna fékkstu þau? Þú mátt útskýra það.“ „Hvers vegna? Eftir allt sem kom fyrir mig gafst ég ekki upp. Ég gerði það öllum ljóst að ISIS hefur þúsundir jasídískra kvenna í haldi,“ svaraði Murad. Hún var aðeins 21 árs gömul þegar henni var rænt.Esther Bitrus slapp úr haldi Boko Haram en henni var rænt árið 2014.getty/ Chip SomodevillaEsther Bitrus var rænt af Boko Haram árið 2014. Hún lýsti þessu fyrir Trump og þakkaði honum fyrir tækifærið. Trump sýndi henni samúð sína með því að segja: „Það er dáldið erfitt dæmi, takk fyrir.“ Hægt er að sjá fundinn í heild sinni hér. Bandaríkin Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, átti í mjög vandræðalegum orðaskiptum við einstaklinga sem höfðu lifað af trúarlegar ofsóknir á fundi með þeim á skrifstofu sinn í Hvíta húsinu á miðvikudag. Hópurinn var á fundi með forsetanum í tilefni af ráðstefnu um trúfrelsi sem haldin var á vegum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í vikunni. Pompeo hefur lagt mikla áherslu á trúfrelsi á þessu kjörtímabili þó það hafi kannski ekki skilað sér í verki.Sjá einnig: Sakar Kína um að bera ábyrgð á „verstu mannréttindabrotum okkar tíma“Donald Trump sat við skrifborð sitt umkringdur eftirlifendum þessara hræðilegu atburða og sneri sér í stólnum eftir því hvar manneskjan sem talaði við hann stóð. Mohib Mullah er einn 740 þúsund Róhingja múslima sem flúði yfir landamærin til Bangladess eftir að mjanmarski herinn fór í herför gegn þjóðinni árið 2017 og myrti þúsundir einstaklinga. Mullah lýsti því fyrir Trump hvernig flestir flóttamenn Róhingja væru tilbúnir að fara heim til Mjanmar. „Góða kvöldið herra forseti. Ég er Róhingi frá flóttamannabúðunum í Bangladess. Flestir flóttamenn Róhingja eru tilbúnir til að fara aftur heim eins fljótt og auðið er. Hvað ætlið þið að gera til að hjálpa okkur?“ spurði hann forsetann. Svar Trump var líklegast ekki eins úthugsað eins og Mullah hefur haldið enda virtist forsetinn ekki vita nákvæmlega um hvað Mullah væri að tala. „Og hvar er það nákvæmlega?“ spurði TrumpHvers vegna fékkst þú Nóbelsverðlaun? Nadia Murad er jasídísk-írönsk og er vel þekkt vegna mannréttindabaráttu sinnar. Hún er nú búsett í Þýskalandi en árið 2014 var henni rænt og haldið í kynlífsánauð af hryðjuverkahópi sem kennir sig við íslamskt ríki í þrjá mánuði. Hún hefur verið virk í baráttu sinni gegn kynbundnu ofbeldi í stríði og hlaut Nóbelsverðlaun fyrir baráttu sína í þágu þess árið 2018. „Allt þetta kom fyrir mig, þeir drápu mömmu mína og sex bræður,“ sagði hún við Trump. „Og hvar eru þau núna?“ spurði hann hana.Nadia Murad, Nóbelsverðlaunahafi, heilsar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.getty/Chip SomodevillaNadia horfði hissa á hann og svaraði: „Þeir drápu þau.“ Trump virtist ekkert vita við hvern hann var að tala og spurði hana hvort hún hafi unnið Nóbelsverðlaun. Þegar Murad svaraði játandi spurði hann: „Hvers vegna fékkstu þau? Þú mátt útskýra það.“ „Hvers vegna? Eftir allt sem kom fyrir mig gafst ég ekki upp. Ég gerði það öllum ljóst að ISIS hefur þúsundir jasídískra kvenna í haldi,“ svaraði Murad. Hún var aðeins 21 árs gömul þegar henni var rænt.Esther Bitrus slapp úr haldi Boko Haram en henni var rænt árið 2014.getty/ Chip SomodevillaEsther Bitrus var rænt af Boko Haram árið 2014. Hún lýsti þessu fyrir Trump og þakkaði honum fyrir tækifærið. Trump sýndi henni samúð sína með því að segja: „Það er dáldið erfitt dæmi, takk fyrir.“ Hægt er að sjá fundinn í heild sinni hér.
Bandaríkin Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira