Donald Trump: „Hvers vegna fékkst þú Nóbelsverðlaun?“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júlí 2019 15:44 Trump ásamt eftirlifendum trúarlegs ofstækis á fundi í Hvíta húsinu. getty/Chip Somodevilla Donald Trump, Bandaríkjaforseti, átti í mjög vandræðalegum orðaskiptum við einstaklinga sem höfðu lifað af trúarlegar ofsóknir á fundi með þeim á skrifstofu sinn í Hvíta húsinu á miðvikudag. Hópurinn var á fundi með forsetanum í tilefni af ráðstefnu um trúfrelsi sem haldin var á vegum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í vikunni. Pompeo hefur lagt mikla áherslu á trúfrelsi á þessu kjörtímabili þó það hafi kannski ekki skilað sér í verki.Sjá einnig: Sakar Kína um að bera ábyrgð á „verstu mannréttindabrotum okkar tíma“Donald Trump sat við skrifborð sitt umkringdur eftirlifendum þessara hræðilegu atburða og sneri sér í stólnum eftir því hvar manneskjan sem talaði við hann stóð. Mohib Mullah er einn 740 þúsund Róhingja múslima sem flúði yfir landamærin til Bangladess eftir að mjanmarski herinn fór í herför gegn þjóðinni árið 2017 og myrti þúsundir einstaklinga. Mullah lýsti því fyrir Trump hvernig flestir flóttamenn Róhingja væru tilbúnir að fara heim til Mjanmar. „Góða kvöldið herra forseti. Ég er Róhingi frá flóttamannabúðunum í Bangladess. Flestir flóttamenn Róhingja eru tilbúnir til að fara aftur heim eins fljótt og auðið er. Hvað ætlið þið að gera til að hjálpa okkur?“ spurði hann forsetann. Svar Trump var líklegast ekki eins úthugsað eins og Mullah hefur haldið enda virtist forsetinn ekki vita nákvæmlega um hvað Mullah væri að tala. „Og hvar er það nákvæmlega?“ spurði TrumpHvers vegna fékkst þú Nóbelsverðlaun? Nadia Murad er jasídísk-írönsk og er vel þekkt vegna mannréttindabaráttu sinnar. Hún er nú búsett í Þýskalandi en árið 2014 var henni rænt og haldið í kynlífsánauð af hryðjuverkahópi sem kennir sig við íslamskt ríki í þrjá mánuði. Hún hefur verið virk í baráttu sinni gegn kynbundnu ofbeldi í stríði og hlaut Nóbelsverðlaun fyrir baráttu sína í þágu þess árið 2018. „Allt þetta kom fyrir mig, þeir drápu mömmu mína og sex bræður,“ sagði hún við Trump. „Og hvar eru þau núna?“ spurði hann hana.Nadia Murad, Nóbelsverðlaunahafi, heilsar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.getty/Chip SomodevillaNadia horfði hissa á hann og svaraði: „Þeir drápu þau.“ Trump virtist ekkert vita við hvern hann var að tala og spurði hana hvort hún hafi unnið Nóbelsverðlaun. Þegar Murad svaraði játandi spurði hann: „Hvers vegna fékkstu þau? Þú mátt útskýra það.“ „Hvers vegna? Eftir allt sem kom fyrir mig gafst ég ekki upp. Ég gerði það öllum ljóst að ISIS hefur þúsundir jasídískra kvenna í haldi,“ svaraði Murad. Hún var aðeins 21 árs gömul þegar henni var rænt.Esther Bitrus slapp úr haldi Boko Haram en henni var rænt árið 2014.getty/ Chip SomodevillaEsther Bitrus var rænt af Boko Haram árið 2014. Hún lýsti þessu fyrir Trump og þakkaði honum fyrir tækifærið. Trump sýndi henni samúð sína með því að segja: „Það er dáldið erfitt dæmi, takk fyrir.“ Hægt er að sjá fundinn í heild sinni hér. Bandaríkin Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, átti í mjög vandræðalegum orðaskiptum við einstaklinga sem höfðu lifað af trúarlegar ofsóknir á fundi með þeim á skrifstofu sinn í Hvíta húsinu á miðvikudag. Hópurinn var á fundi með forsetanum í tilefni af ráðstefnu um trúfrelsi sem haldin var á vegum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í vikunni. Pompeo hefur lagt mikla áherslu á trúfrelsi á þessu kjörtímabili þó það hafi kannski ekki skilað sér í verki.Sjá einnig: Sakar Kína um að bera ábyrgð á „verstu mannréttindabrotum okkar tíma“Donald Trump sat við skrifborð sitt umkringdur eftirlifendum þessara hræðilegu atburða og sneri sér í stólnum eftir því hvar manneskjan sem talaði við hann stóð. Mohib Mullah er einn 740 þúsund Róhingja múslima sem flúði yfir landamærin til Bangladess eftir að mjanmarski herinn fór í herför gegn þjóðinni árið 2017 og myrti þúsundir einstaklinga. Mullah lýsti því fyrir Trump hvernig flestir flóttamenn Róhingja væru tilbúnir að fara heim til Mjanmar. „Góða kvöldið herra forseti. Ég er Róhingi frá flóttamannabúðunum í Bangladess. Flestir flóttamenn Róhingja eru tilbúnir til að fara aftur heim eins fljótt og auðið er. Hvað ætlið þið að gera til að hjálpa okkur?“ spurði hann forsetann. Svar Trump var líklegast ekki eins úthugsað eins og Mullah hefur haldið enda virtist forsetinn ekki vita nákvæmlega um hvað Mullah væri að tala. „Og hvar er það nákvæmlega?“ spurði TrumpHvers vegna fékkst þú Nóbelsverðlaun? Nadia Murad er jasídísk-írönsk og er vel þekkt vegna mannréttindabaráttu sinnar. Hún er nú búsett í Þýskalandi en árið 2014 var henni rænt og haldið í kynlífsánauð af hryðjuverkahópi sem kennir sig við íslamskt ríki í þrjá mánuði. Hún hefur verið virk í baráttu sinni gegn kynbundnu ofbeldi í stríði og hlaut Nóbelsverðlaun fyrir baráttu sína í þágu þess árið 2018. „Allt þetta kom fyrir mig, þeir drápu mömmu mína og sex bræður,“ sagði hún við Trump. „Og hvar eru þau núna?“ spurði hann hana.Nadia Murad, Nóbelsverðlaunahafi, heilsar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.getty/Chip SomodevillaNadia horfði hissa á hann og svaraði: „Þeir drápu þau.“ Trump virtist ekkert vita við hvern hann var að tala og spurði hana hvort hún hafi unnið Nóbelsverðlaun. Þegar Murad svaraði játandi spurði hann: „Hvers vegna fékkstu þau? Þú mátt útskýra það.“ „Hvers vegna? Eftir allt sem kom fyrir mig gafst ég ekki upp. Ég gerði það öllum ljóst að ISIS hefur þúsundir jasídískra kvenna í haldi,“ svaraði Murad. Hún var aðeins 21 árs gömul þegar henni var rænt.Esther Bitrus slapp úr haldi Boko Haram en henni var rænt árið 2014.getty/ Chip SomodevillaEsther Bitrus var rænt af Boko Haram árið 2014. Hún lýsti þessu fyrir Trump og þakkaði honum fyrir tækifærið. Trump sýndi henni samúð sína með því að segja: „Það er dáldið erfitt dæmi, takk fyrir.“ Hægt er að sjá fundinn í heild sinni hér.
Bandaríkin Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira