Fjármálaráðherrann boðar afsögn verði Boris Johnson fyrir valinu Kjartan Kjartansson skrifar 21. júlí 2019 11:06 Johnson (f.m.) og Hammond (t.h.) eftir ríkisstjórnarfund árið 2017. Johnson sagði síðar af sér vegna andstöðu við útgöngusamning May forsætisráðherra. Vísir/EPA Philipp Hammond, fjármálaráðherra Bretlands, staðhæfir að hann muni segja af sér frekar en að vera ráðherra í ráðuneyti Boris Johnson verði hann fyrir valinu sem leiðtogi Íhaldsflokksins. Hammond er annar ráðherrann sem segist ekki ætla að vinna með Johnson vegna hótana hans um að draga Bretland úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. Val íhaldsmanna stendur á milli Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherrans og borgarstjóra í London, annars vegar og Jeremy Hunt, utanríkisráðherra, hins vegar. Johnson hefur sagst tilbúinn að láta Bretlandi ganga úr ESB í haust jafnvel þó að ekki náist samningar um forsendur útgöngunnar. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC staðfestir Hammond að hann muni segja formlega af sér ef Johnson hefur sigur í leiðtogavalinu. Tilkynnt verður um úrslitin á miðvikudag en Johnson er talinn mun sigurstranglegri en Hunt. Áður hafði David Gauke, dómsmálaráðherra, lýst því yfir að hann segði af sér frekar en að ganga að skilyrðum Johnson, að sögn The Guardian. Hammond var spurður hvort hann óttaðist að vera rekinn ef Johnson yrði forsætisráðherra. „Nei, ég er viss um að ég verð ekki rekinn því ég ætla að segja af mér áður en við komum að því. Að því gefnu að Boris Johnson verði næsti forsætisráðherra skilst mér að skilyrði hans fyrir að starfa í ríkisstjórn hans sé að fallast á útgöngu án samnings 31. október og það er ekki eitthvað sem ég gæti nokkurn tímann skrifað upp á,“ sagði Hammond. Spurður að því hvort hann segði af sér hefði Hunt betur í leiðtogavalinu sagðist Hammond ekki eins viss. Hunt hefði ekki sett eins afdráttarlaus skilyrði um stuðning ráðherra sinna við útgöngu án samnings eins og Johnson hefði gert. Bretland Brexit Tengdar fréttir Búa sig undir Boris Johnson Breska þingið samþykkti tillögu sem myndi meina forsætisráðherra að slíta þingi til þess að ganga út úr ESB án samnings gegn vilja þingsins. Sagt gert af ótta við líklega forsætisráðherratíð Boris Johnson. 19. júlí 2019 06:00 Svífandi Boris Johnson sást í Lundúnum Tom Brufatto, formaður samtakanna Britain for Europe, lýsti óánægju sinni með væntanlega setu Johnson með orðunum: "Við munum ekki leyfa Boris Johnson að fljóta inn í Downingstræti 10 með hliðhollum meðvind.“ 20. júlí 2019 22:38 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Philipp Hammond, fjármálaráðherra Bretlands, staðhæfir að hann muni segja af sér frekar en að vera ráðherra í ráðuneyti Boris Johnson verði hann fyrir valinu sem leiðtogi Íhaldsflokksins. Hammond er annar ráðherrann sem segist ekki ætla að vinna með Johnson vegna hótana hans um að draga Bretland úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. Val íhaldsmanna stendur á milli Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherrans og borgarstjóra í London, annars vegar og Jeremy Hunt, utanríkisráðherra, hins vegar. Johnson hefur sagst tilbúinn að láta Bretlandi ganga úr ESB í haust jafnvel þó að ekki náist samningar um forsendur útgöngunnar. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC staðfestir Hammond að hann muni segja formlega af sér ef Johnson hefur sigur í leiðtogavalinu. Tilkynnt verður um úrslitin á miðvikudag en Johnson er talinn mun sigurstranglegri en Hunt. Áður hafði David Gauke, dómsmálaráðherra, lýst því yfir að hann segði af sér frekar en að ganga að skilyrðum Johnson, að sögn The Guardian. Hammond var spurður hvort hann óttaðist að vera rekinn ef Johnson yrði forsætisráðherra. „Nei, ég er viss um að ég verð ekki rekinn því ég ætla að segja af mér áður en við komum að því. Að því gefnu að Boris Johnson verði næsti forsætisráðherra skilst mér að skilyrði hans fyrir að starfa í ríkisstjórn hans sé að fallast á útgöngu án samnings 31. október og það er ekki eitthvað sem ég gæti nokkurn tímann skrifað upp á,“ sagði Hammond. Spurður að því hvort hann segði af sér hefði Hunt betur í leiðtogavalinu sagðist Hammond ekki eins viss. Hunt hefði ekki sett eins afdráttarlaus skilyrði um stuðning ráðherra sinna við útgöngu án samnings eins og Johnson hefði gert.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Búa sig undir Boris Johnson Breska þingið samþykkti tillögu sem myndi meina forsætisráðherra að slíta þingi til þess að ganga út úr ESB án samnings gegn vilja þingsins. Sagt gert af ótta við líklega forsætisráðherratíð Boris Johnson. 19. júlí 2019 06:00 Svífandi Boris Johnson sást í Lundúnum Tom Brufatto, formaður samtakanna Britain for Europe, lýsti óánægju sinni með væntanlega setu Johnson með orðunum: "Við munum ekki leyfa Boris Johnson að fljóta inn í Downingstræti 10 með hliðhollum meðvind.“ 20. júlí 2019 22:38 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Búa sig undir Boris Johnson Breska þingið samþykkti tillögu sem myndi meina forsætisráðherra að slíta þingi til þess að ganga út úr ESB án samnings gegn vilja þingsins. Sagt gert af ótta við líklega forsætisráðherratíð Boris Johnson. 19. júlí 2019 06:00
Svífandi Boris Johnson sást í Lundúnum Tom Brufatto, formaður samtakanna Britain for Europe, lýsti óánægju sinni með væntanlega setu Johnson með orðunum: "Við munum ekki leyfa Boris Johnson að fljóta inn í Downingstræti 10 með hliðhollum meðvind.“ 20. júlí 2019 22:38