Innlent

Heitir reitir í Reykja­vík í boði ESB

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Magnús Yngvi og Óskar taka við ávísuninni.
Magnús Yngvi og Óskar taka við ávísuninni. Facebook
Í gær tóku Magnús Yngvi Jósefsson og Óskar J. Sandholt hjá Þjónustu- og nýsköpunarsviði Reykjavíkurborgar við ávísun upp á 15 þúsund evrur til að koma fyrir heitum reitum víðsvegar um borgina.

Það var Francesco Falco, samskiptastjóri INEA (Innovation and Networks Executive Agency) ásamt Michael Mann, sendiherra ESB á Íslandi, sem afhentu ávísunina fyrir hönd Evrópusambandsins.

Setja á upp svokallaða heita reiti víðs vegar um borgina svo að bráðlega mun fólk geta tengst þráðlausu neti víðsvegar í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×