Erlent

Vita ekki hvaða leiða skal leita

Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar
Stena Imperio er enn á valdi Írana.
Stena Imperio er enn á valdi Írana.

Búast má við að breska ríkisstjórnin tilkynni í dag næstu skref varðandi yfirtöku breska herskipsins Stena Imperio, sem Íranir hertóku á föstudag.

Bretar segja Írana hafa brotið alþjóðalög með yfirtöku skipsins og að skipið hafi verið í lögsögu Óman þegar yfirtakan átti sér stað.

Philip Hammond, fjármálaráðherra Breta, sagði í gær að leitað yrði allra diplómatískra leiða til þess að laga ástandið en óljóst væri hvaða leiðir væri hægt að fara þar sem Íran sætti nú þegar ýmsum viðurlögum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.