Innlent

Hafa aldrei fundið fleiri blautklúta í íslenskri fjöru

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Blautklútar flokkaðir. Þeim á alls ekki að sturta niður í klósettið.
Blautklútar flokkaðir. Þeim á alls ekki að sturta niður í klósettið. Mynd/umhverfisstofnun
Alls voru tíndir 977 blautklútar í nýafstaðinni ferð starfsmanna Umhverfisstofnunar í fjörunni í Bakkavík á Seltjarnarnesi. Aldrei hafa verið tíndir fleiri blautklútar í einni ferð, að sögn stofnunarinnar, sem ítrekar að „klósettið sé ekki ruslafata“.Ferðin er liður í vöktunarverkefni Umhverfisstofnunar en í slíkum ferðum er allt rusl tínt á 100 metra kafla. Farið er í ferðirnar fjórum sinnum á ári, ruslið flokkað eftir staðlaðri aðferðarfræði og gögnin notuð til að fylgjast með þróun á magni og samsetningu rusls á ströndum.Magn blautklúta var sérstaklega áberandi að lokinni ruslatínslu en ætla má að blautklútarnir hafi ratað í fjöruna úr sjónum. Þar lenda þeir þegar þeim er sturtað niður klósett, sem á alls ekki að gera.„Það varð fljótt áberandi hversu mikið var af blautklútum, sem var staðfest eftir talningu á ruslinu. Alls voru tíndir 977 blautklútar, en það hafa aldrei fundist eins margir blautklútar í einni ferð. Til samanburðar voru alls tíndir 753 blautklútar árið 2017 og 605 árið 2018,“ segir í tilkynningu.„Að gefnu tilefni viljum við ítreka að klósettið er EKKI ruslafata.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.