Dæmdur í 55 ára fangelsi eftir að hafa gefið út lag um morðið á flótta undan réttvísinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. júlí 2019 12:43 Skjáskot úr myndbandi Tay K við lagið The Race, þar sem hann fjallar um morðið og flóttann undan lögregla. Skjáskot/youtube Bandaríski rapparinn Tay-K, sem heitir réttu nafni Taymor McIntyre, hefur verið dæmdur í 55 ára fangelsi fyrir morð. Saksóknari notaði gríðarvinsælt lag, sem rapparinn gaf út þegar hann var á flótta undan réttvísinni, sem sönnunargögn í málinu. McIntyre, sem nú er nítján ára, var aðeins sautján ára þegar hann framdi morðið ásamt sex mönnum, sem einnig voru dæmdir fyrir verknaðinn. Sjömenningarnir réðust inn á heimili Ethan Walker í borginni Mansfield í Texas í júlí árið 2016 og hugðust ræna hann. Það fór á endanum svo að Walker var skotinn til bana. Lögmenn McIntyre byggðu mál sitt m.a. á því að hann hefði ekki tekið í gikkinn og sjálfur sagðist rapparinn aðeins hafa verið á staðnum til þess að leita uppi eiturlyf á heimilinu og stela þeim. Hann var hins vegar fundinn sekur um morð og vopnað rán. Rappferill McIntyre blómstraði í takt við umfjöllun um morðákæruna og málaferlin sem fylgdu í kjölfarið. Hann var úrskurðaður í stofufangelsi en árið 2017 lagði hann á flótta, sem hann tilkynnti jafnframt um á Twitter-reikningi sínum með orðunum: „fuck dis house arrest shit … they gn hav 2 catch me“, sem á íslensku gæti útlagst sem: „Þetta stofufangelsi má fara til fjandans – þeir verða að ná mér.“McIntyre komst frá Texas til New Jersey og tók þar upp lagið The Race, sem hlusta má á í spilaranum hér að ofan. Lagið fjallar m.a. um flótta hans undan réttvísinni og ákærurnar á hendur honum. Horft hefur verið á myndbandið við lagið yfir 170 milljón sinnum á YouTube. Saksóknarar spiluðu myndbandið við réttarhöldin í viðleitni til að sýna fram á sekt McIntyre en í því má m.a. sjá rapparann fyrir framan veggspjald, þar sem lýst er eftir honum, og þá var farið yfir texta lagsins með kviðdómnum. Lögregla hafði hendur í hári rapparans í júní árið 2017. Hann er sakaður um að hafa myrt annan mann, hinn 23 ára Mark Saldivar, og lamið og rænt annan, hinn 65 ára Owney Pepe, þegar hann var á flótta. Bandaríkin Tónlist Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Bandaríski rapparinn Tay-K, sem heitir réttu nafni Taymor McIntyre, hefur verið dæmdur í 55 ára fangelsi fyrir morð. Saksóknari notaði gríðarvinsælt lag, sem rapparinn gaf út þegar hann var á flótta undan réttvísinni, sem sönnunargögn í málinu. McIntyre, sem nú er nítján ára, var aðeins sautján ára þegar hann framdi morðið ásamt sex mönnum, sem einnig voru dæmdir fyrir verknaðinn. Sjömenningarnir réðust inn á heimili Ethan Walker í borginni Mansfield í Texas í júlí árið 2016 og hugðust ræna hann. Það fór á endanum svo að Walker var skotinn til bana. Lögmenn McIntyre byggðu mál sitt m.a. á því að hann hefði ekki tekið í gikkinn og sjálfur sagðist rapparinn aðeins hafa verið á staðnum til þess að leita uppi eiturlyf á heimilinu og stela þeim. Hann var hins vegar fundinn sekur um morð og vopnað rán. Rappferill McIntyre blómstraði í takt við umfjöllun um morðákæruna og málaferlin sem fylgdu í kjölfarið. Hann var úrskurðaður í stofufangelsi en árið 2017 lagði hann á flótta, sem hann tilkynnti jafnframt um á Twitter-reikningi sínum með orðunum: „fuck dis house arrest shit … they gn hav 2 catch me“, sem á íslensku gæti útlagst sem: „Þetta stofufangelsi má fara til fjandans – þeir verða að ná mér.“McIntyre komst frá Texas til New Jersey og tók þar upp lagið The Race, sem hlusta má á í spilaranum hér að ofan. Lagið fjallar m.a. um flótta hans undan réttvísinni og ákærurnar á hendur honum. Horft hefur verið á myndbandið við lagið yfir 170 milljón sinnum á YouTube. Saksóknarar spiluðu myndbandið við réttarhöldin í viðleitni til að sýna fram á sekt McIntyre en í því má m.a. sjá rapparann fyrir framan veggspjald, þar sem lýst er eftir honum, og þá var farið yfir texta lagsins með kviðdómnum. Lögregla hafði hendur í hári rapparans í júní árið 2017. Hann er sakaður um að hafa myrt annan mann, hinn 23 ára Mark Saldivar, og lamið og rænt annan, hinn 65 ára Owney Pepe, þegar hann var á flótta.
Bandaríkin Tónlist Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira