Fótbolti

Willum fjarri góðu gamni þegar BATE vann Rosenborg

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Willum var valinn besti ungi leikmaður Pepsi-deildarinnar á síðasta tímabili.
Willum var valinn besti ungi leikmaður Pepsi-deildarinnar á síðasta tímabili. vísir/bára
Willum Þór Willumsson lék ekki með BATE Borisov þegar liðið vann 2-1 sigur á Rosenborg í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Willum meiddist í upphitun fyrir seinni leik BATE og Piast Gliwice í síðustu umferð og hefur ekki náð sér góðum.

Igor Stasevic kom BATE yfir með marki úr vítaspyrnu á 5. mínútu. Anders Konradsen jafnaði fyrir norsku meistarana á 25. mínútu og staðan 1-1 í hálfleik.

Maksim Skavysh skoraði svo sigurmark BATE á 51. mínútu. Lokatölur 2-1, hvít-rússnesku meisturunum í vil.

Þrátt fyrir tapið í kvöld eru möguleikar Rosenborg fyrir seinni leikinn samt ágætir, þökk sé marki Konradsens.

Seinni leikurinn fer fram á Lerkendal í Þrándheimi eftir viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×