Erlent

Fjöl­skylda sem missti barn fyrir borð hyggst lög­sækja rekstrar­aðila skipsins

Eiður Þór Árnason skrifar
Skemmtiferðaskipið sem um ræðir er það stærsta í heimi.
Skemmtiferðaskipið sem um ræðir er það stærsta í heimi. Vísir/AP
Bandarísk fjölskylda sem missti dóttur sína þegar hún féll fyrir borð á skemmtiferðaskipi í byrjun júlí, hyggst lögsækja rekstraraðila þess vegna slyssins. Þetta kom fram í viðtali fjölskyldunnar við bandarísku sjónvarpsstöðina NBC.Chloe Wiegand, sem var átján mánaða gömul þegar slysið átti sér stað, féll út um opinn glugga á skemmtiferðaskipinu Freedom of the Seas og lét lífið í kjölfarið. Skipið sem er gert út af fyrirtækinu Royal Caribbean Cruises, var við höfn í Púertó Ríkó þegar slysið átti sér stað.Fjölskyldan sem er frá Indiana í Bandaríkjunum, segist ætla að lögsækja fyrirtækið á þeim grundvelli að öryggi um borð hafi verið ófullnægjandi.Michael Winkleman, lögmaður fjölskyldunnar, hefur véfengt lögregluskýrsluna sem lögreglan í Puerto Rico vann í kjölfar slyssins en þar kemur fram að afi stelpunnar hafi misst hana út um gluggann á skipinu á meðan það var við höfn.Lögmaðurinn heldur þess í stað fram að Chloe hafi verið á leiksvæði ætlað börnum þegar hún hafi beðið afa sinn um að lyfta sér upp á handrið svo hún gæti bankað á einn gluggann. Stóð hún þar að hans sögn þegar hún datt skyndilega út um gluggann sem reyndist vera opinn.Móðir barnsins sagði í viðtali við NBC sjónvarpsstöðina að rekstraraðili skemmtiferðaskipsins hefði getað gert „milljón hluti“ til þess að koma í veg fyrir dauða dóttur sinnar og að óskiljanlegt væri hvers vegna glugginn hafi verið opinn án þess að hafa skerm til að koma í veg fyrir slíkt óhapp.Að þeirra sögn tjáði fyrirtækið Royal Caribbean Cruises þeim að glugginn hafi verið opinn í þeim tilgangi að loftræsta rýmið.

 

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Telja skemmtiferðaskipin á réttri leið í mengunarmálum

Hafnarstjórar Faxaflóahafna og Akureyrarhafnar eru sammála því að langt sé í að stærstu skemmtiferðaskipin geti tengst rafmagni í höfnum landsins sem myndi draga úr loftmengun. Fyrst þurfi að byggja upp innviði sem dugi minni skipunum. Komum skemmtiferðaskipa hefur fjölgað mikið á undanförnum árum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.