Fimm slasaðir eftir að skemmtiferðaskip lenti á fljótabát Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2019 12:31 Hér má sjá skipið eftir að það rakst á fljótabátinn Andrea Merola/AP Ítalskt skemmtiferðaskip rakst í morgun á fljótabát í Giudecca-skipaskurðinum í Feneyjum á Ítalíu. Vélarbilun olli því ekki var unnt að hægja á ferð skipsins á leið þess í gegn um skurðinn og fór það því af nokkrum krafti utan í bryggjuna við skurðinn, auk þess sem það klessti á áðurnefndan bát, með þeim afleiðingum að fimm slösuðust. Á myndbandi af atvikinu má sjá þegar skipið, MSC Opera, siglir í átt að höfninni og bátnum, á meðan vegfarendur á bryggjunni hlaupa í burtu.#BREAKING: Tourists flee as cruise liner smashes into dock in Venice pic.twitter.com/DSIjHckYxk — Russian Market (@russian_market) June 2, 2019 „MSC Opera lenti í vélarbilun sem skipstjórinn lét vita af um leið og hún varð honum ljós,“ sagði Davide Calderan, forsvarsmaður dráttarbátafyrirtækisins sem sér nú um að koma skemmtiferðaskipinu í legupláss sitt. Hann segir vélarbilunina hafa valdið því að ekki hafi verið hægt að draga úr afli vélarinnar og hraði skipsins því aukist jafnt og þétt án þess að skipstjórinn fengi rönd við reist, með fyrrgreindum afleiðingum. Dráttarbátarnir tveir sem fylgja áttu skipinu inn í Giudecca-skurðinn reyndu að hægja á ferð skipsins en tilraunir til þess voru árangurslausar. Ein af keðjunum sem tengdu skipið við bátana slitnaði undan álaginu, enda um stórt og þungt skip að ræða.Ágreiningur í Feneyjum um ágæti skemmtiferðaskipa Atvikið hefur virkað sem eldur á bál skemmtiferðaskipaandstæðinga í Feneyjum, en lengi hefur verið deilt um hvort siglingar skipa eins og þess sem hér átti í hlut sé borginni til góðs. Andstæðingar skipanna segja þau valda skaða, bæði á borginni sjálfri, sem og lífríki hafsins í nágrenni hennar. Öldurnar sem verða til af völdum skipanna sverfi undirstöðu borgarinnar og valdi flóðum innan hennar. Umhverfisráðherra Ítalíu, Sergio Costa, ritaði færslu á Twitter í dag þar sem hann sagðist leggjast gegn því að skemmtiferðaskip sigldu í gegn um Giudecca-skurðinn. „Það sem gerðist í höfn Feneyja staðfestir það sem við höfum sagt um nokkra hríð. Skemmtiferðaskip eiga ekki að fá að sigla niður Giudecca. Við höfum unnið að því að koma þeim burt í nokkra mánuði, og við nálgumst úrlausn málsins.“ Hafnaryfirvöld í Feneyjum segja þá að unnið sé að því að vinna úr atvikinu og opna skurðinn sem lokaðist við atvikið.Ekki fyrsta vélarbilun MSC Opera Árekstur skipsins var annað tilfelli vélarbilunar þessa sama skemmtiferðaskips, en árið 2011 varð bilun til þess að tvö þúsund manns urðu að fara frá borði í Stokkhólmi og fljúga til síns heima, í stað þess að halda för sinni frá Southampton í Englandi áfram til Sankti Pétursborgar í Rússlandi. Heimahöfn skipsins er í Panama, en skipið er í eigu fyrirtækisins MSC Cruises, ítalsks fyrirtækis sem hefur höfuðstöðvar í Genf í Sviss. Meðal þeirrar afþreyingar sem hið þrettán þilfara MSC Opera hefur upp á að bjóða fyrir yfir 2500 farþega er bíósalur, ballherbergi og vatnsrennibrautagarður. Ítalía Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira
Ítalskt skemmtiferðaskip rakst í morgun á fljótabát í Giudecca-skipaskurðinum í Feneyjum á Ítalíu. Vélarbilun olli því ekki var unnt að hægja á ferð skipsins á leið þess í gegn um skurðinn og fór það því af nokkrum krafti utan í bryggjuna við skurðinn, auk þess sem það klessti á áðurnefndan bát, með þeim afleiðingum að fimm slösuðust. Á myndbandi af atvikinu má sjá þegar skipið, MSC Opera, siglir í átt að höfninni og bátnum, á meðan vegfarendur á bryggjunni hlaupa í burtu.#BREAKING: Tourists flee as cruise liner smashes into dock in Venice pic.twitter.com/DSIjHckYxk — Russian Market (@russian_market) June 2, 2019 „MSC Opera lenti í vélarbilun sem skipstjórinn lét vita af um leið og hún varð honum ljós,“ sagði Davide Calderan, forsvarsmaður dráttarbátafyrirtækisins sem sér nú um að koma skemmtiferðaskipinu í legupláss sitt. Hann segir vélarbilunina hafa valdið því að ekki hafi verið hægt að draga úr afli vélarinnar og hraði skipsins því aukist jafnt og þétt án þess að skipstjórinn fengi rönd við reist, með fyrrgreindum afleiðingum. Dráttarbátarnir tveir sem fylgja áttu skipinu inn í Giudecca-skurðinn reyndu að hægja á ferð skipsins en tilraunir til þess voru árangurslausar. Ein af keðjunum sem tengdu skipið við bátana slitnaði undan álaginu, enda um stórt og þungt skip að ræða.Ágreiningur í Feneyjum um ágæti skemmtiferðaskipa Atvikið hefur virkað sem eldur á bál skemmtiferðaskipaandstæðinga í Feneyjum, en lengi hefur verið deilt um hvort siglingar skipa eins og þess sem hér átti í hlut sé borginni til góðs. Andstæðingar skipanna segja þau valda skaða, bæði á borginni sjálfri, sem og lífríki hafsins í nágrenni hennar. Öldurnar sem verða til af völdum skipanna sverfi undirstöðu borgarinnar og valdi flóðum innan hennar. Umhverfisráðherra Ítalíu, Sergio Costa, ritaði færslu á Twitter í dag þar sem hann sagðist leggjast gegn því að skemmtiferðaskip sigldu í gegn um Giudecca-skurðinn. „Það sem gerðist í höfn Feneyja staðfestir það sem við höfum sagt um nokkra hríð. Skemmtiferðaskip eiga ekki að fá að sigla niður Giudecca. Við höfum unnið að því að koma þeim burt í nokkra mánuði, og við nálgumst úrlausn málsins.“ Hafnaryfirvöld í Feneyjum segja þá að unnið sé að því að vinna úr atvikinu og opna skurðinn sem lokaðist við atvikið.Ekki fyrsta vélarbilun MSC Opera Árekstur skipsins var annað tilfelli vélarbilunar þessa sama skemmtiferðaskips, en árið 2011 varð bilun til þess að tvö þúsund manns urðu að fara frá borði í Stokkhólmi og fljúga til síns heima, í stað þess að halda för sinni frá Southampton í Englandi áfram til Sankti Pétursborgar í Rússlandi. Heimahöfn skipsins er í Panama, en skipið er í eigu fyrirtækisins MSC Cruises, ítalsks fyrirtækis sem hefur höfuðstöðvar í Genf í Sviss. Meðal þeirrar afþreyingar sem hið þrettán þilfara MSC Opera hefur upp á að bjóða fyrir yfir 2500 farþega er bíósalur, ballherbergi og vatnsrennibrautagarður.
Ítalía Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira