Gæti tekið vikur að hreinsa upp alla olíuna Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júlí 2019 11:00 Frá slysstað á Öxnadalsheiði í gær. Mynd/Aðsend Framkvæmdastjóri Olíudreifingar, sem gerir út olíuflutningabílinn sem valt á Öxnadalsheiði í gær, segir að hreinsunarstarf á vettvangi muni standa yfir næstu daga – og jafnvel næstu vikur. Þrettán þúsund lítrar af olíu láku út í umhverfið á slysstað en hreinsun beinist aðallega að læk í grennd við þjóðveginn. Þá sé líðan ökumannsins, sem fluttur var alvarlega slasaður á sjúkrahús, betri en á horfðist í fyrstu. Slysið varð um hádegisbil í gær þegar olíuflutningabíll Olíudreifingar valt með 30 þúsund lítra af olíu í tankinum. Slökkviliðið á Akureyri, lögregla og fulltrúar frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands voru kallaðir út á slysstað.Olía lekur enn þá út í lækinn Starfsmenn Olíudreifingar hafa auk þess sinnt hreinsunarstarfi á slysstað síðan í gær. Hörður Gunnarsson framkvæmdastjóri Olíudreifingar segir í samtali við Vísi að enn sé unnið á vettvangi en ekki sé hægt að segja til um það hversu langan tíma hreinsunarstarfið muni taka. „Það getur þess vegna staðið yfir í nokkra daga og vikur ef því er að skipta.“Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar.Vísir/BaldurHörður segir að nú sé gróflega áætlað að 17 þúsund lítrum af olíu hafi verið dælt upp úr bílnum, líkt og fram kom í gær. Þannig hafi restin, um 13 þúsund lítrar, lekið út í umhverfið. Hreinsunarstarfið miðist að því að safna þessum 13 þúsund lítrum. Hörður segir það ganga greiðlega. „Við höfum stíflað þennan læk, það var gert strax í byrjun, sem bjargaði okkur frá stærri spjöllum heldur en orðið hafa. Í þennan læk berst töluvert eldsneyti enn þá og við föngum það með flotgirðingu,“ segir Hörður. Jarðvegurinn ekki nógu þéttur Eftir nóttina hafi safnast töluvert eldsneyti í sérstaka safnþró og því verði dælt upp í dag. Þá er einnig notast við sérstök ísogsefni við hreinsunina og í dag verður komið fyrir tæki sem veiðir olíu ofan af vatni og dælir henni frá. „Við vitum ekki hversu miklu við náum upp af því sem fór þarna niður. En við munum vakta það og dæla því upp jafnóðum næstu daga.“ Hörður segir að lækurinn sé í raun eina greiða leiðin sem hreinsunarmenn hafi að olíunni. Jarðvegurinn á slysstað er hrjúfur og eldsneytið hripar því niður í vatnið fyrir neðan. Því hafi nánast enginn jarðvegur verið fjarlægður í gær þar sem hann fangar eldsneytið illa.Slökkvilið Akureyrar var á meðal fyrstu viðbragðsaðila á vettvang í gær.Mynd/AðsendHeimsóttu bílstjórann í gærkvöldi Bílstjóri olíuflutningabílsins var fluttur alvarlega slasaður með sjúkrabíl á sjúkrahús á Akureyri. Hörður segir að líðan hans sé mun betri en á horfðist í fyrstu. „Við heimsóttum hann í gærkvöldi. Það er mun betra útlit með hann en við fengum fyrstu fréttir af. Eins og staðan var á honum í gær mun hann ná fullum bata.“ Lögreglan á Norðurlandi vestra hafði ekki upplýsingar um tildrög slyssins í morgun. Hörður segir fyrirtækið ekki heldur hafa verið upplýst um það en ítrekar að bíllinn hafi uppfyllt allar kröfur, bílstjórinn hafi haft öll réttindi og vinnutímar hans hafi verið innan leyfilegra marka. Akrahreppur Hörgársveit Samgönguslys Umhverfismál Tengdar fréttir Umferðarslys á Öxnadalsheiði: Stífluðu ána eftir að olía hafði lekið þangað Náðu að hefta lekann úr bílnum. 24. júlí 2019 13:39 Þyrlan var afturkölluð vegna slyssins Liggur á sjúkrahúsi á Akureyri. 24. júlí 2019 14:33 Öxnadalsheiði lokað vegna slyss Búið er að loka Öxnadalsheiði vegna umferðarslyss skammt vestan Grjótár, á meðan á björgunaraðgerðum stendur. 24. júlí 2019 11:50 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
Framkvæmdastjóri Olíudreifingar, sem gerir út olíuflutningabílinn sem valt á Öxnadalsheiði í gær, segir að hreinsunarstarf á vettvangi muni standa yfir næstu daga – og jafnvel næstu vikur. Þrettán þúsund lítrar af olíu láku út í umhverfið á slysstað en hreinsun beinist aðallega að læk í grennd við þjóðveginn. Þá sé líðan ökumannsins, sem fluttur var alvarlega slasaður á sjúkrahús, betri en á horfðist í fyrstu. Slysið varð um hádegisbil í gær þegar olíuflutningabíll Olíudreifingar valt með 30 þúsund lítra af olíu í tankinum. Slökkviliðið á Akureyri, lögregla og fulltrúar frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands voru kallaðir út á slysstað.Olía lekur enn þá út í lækinn Starfsmenn Olíudreifingar hafa auk þess sinnt hreinsunarstarfi á slysstað síðan í gær. Hörður Gunnarsson framkvæmdastjóri Olíudreifingar segir í samtali við Vísi að enn sé unnið á vettvangi en ekki sé hægt að segja til um það hversu langan tíma hreinsunarstarfið muni taka. „Það getur þess vegna staðið yfir í nokkra daga og vikur ef því er að skipta.“Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar.Vísir/BaldurHörður segir að nú sé gróflega áætlað að 17 þúsund lítrum af olíu hafi verið dælt upp úr bílnum, líkt og fram kom í gær. Þannig hafi restin, um 13 þúsund lítrar, lekið út í umhverfið. Hreinsunarstarfið miðist að því að safna þessum 13 þúsund lítrum. Hörður segir það ganga greiðlega. „Við höfum stíflað þennan læk, það var gert strax í byrjun, sem bjargaði okkur frá stærri spjöllum heldur en orðið hafa. Í þennan læk berst töluvert eldsneyti enn þá og við föngum það með flotgirðingu,“ segir Hörður. Jarðvegurinn ekki nógu þéttur Eftir nóttina hafi safnast töluvert eldsneyti í sérstaka safnþró og því verði dælt upp í dag. Þá er einnig notast við sérstök ísogsefni við hreinsunina og í dag verður komið fyrir tæki sem veiðir olíu ofan af vatni og dælir henni frá. „Við vitum ekki hversu miklu við náum upp af því sem fór þarna niður. En við munum vakta það og dæla því upp jafnóðum næstu daga.“ Hörður segir að lækurinn sé í raun eina greiða leiðin sem hreinsunarmenn hafi að olíunni. Jarðvegurinn á slysstað er hrjúfur og eldsneytið hripar því niður í vatnið fyrir neðan. Því hafi nánast enginn jarðvegur verið fjarlægður í gær þar sem hann fangar eldsneytið illa.Slökkvilið Akureyrar var á meðal fyrstu viðbragðsaðila á vettvang í gær.Mynd/AðsendHeimsóttu bílstjórann í gærkvöldi Bílstjóri olíuflutningabílsins var fluttur alvarlega slasaður með sjúkrabíl á sjúkrahús á Akureyri. Hörður segir að líðan hans sé mun betri en á horfðist í fyrstu. „Við heimsóttum hann í gærkvöldi. Það er mun betra útlit með hann en við fengum fyrstu fréttir af. Eins og staðan var á honum í gær mun hann ná fullum bata.“ Lögreglan á Norðurlandi vestra hafði ekki upplýsingar um tildrög slyssins í morgun. Hörður segir fyrirtækið ekki heldur hafa verið upplýst um það en ítrekar að bíllinn hafi uppfyllt allar kröfur, bílstjórinn hafi haft öll réttindi og vinnutímar hans hafi verið innan leyfilegra marka.
Akrahreppur Hörgársveit Samgönguslys Umhverfismál Tengdar fréttir Umferðarslys á Öxnadalsheiði: Stífluðu ána eftir að olía hafði lekið þangað Náðu að hefta lekann úr bílnum. 24. júlí 2019 13:39 Þyrlan var afturkölluð vegna slyssins Liggur á sjúkrahúsi á Akureyri. 24. júlí 2019 14:33 Öxnadalsheiði lokað vegna slyss Búið er að loka Öxnadalsheiði vegna umferðarslyss skammt vestan Grjótár, á meðan á björgunaraðgerðum stendur. 24. júlí 2019 11:50 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
Umferðarslys á Öxnadalsheiði: Stífluðu ána eftir að olía hafði lekið þangað Náðu að hefta lekann úr bílnum. 24. júlí 2019 13:39
Öxnadalsheiði lokað vegna slyss Búið er að loka Öxnadalsheiði vegna umferðarslyss skammt vestan Grjótár, á meðan á björgunaraðgerðum stendur. 24. júlí 2019 11:50
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels