Innlent

Umferðarslys á Öxnadalsheiði: Stífluðu ána eftir að olía hafði lekið þangað

Birgir Olgeirsson skrifar
Bíllinn flutti um 30 þúsund lítra af olíu.
Bíllinn flutti um 30 þúsund lítra af olíu. Vísir/vilhelm
Vinna stendur enn yfir á vettvangi umferðarslyss á veginum um Öxnadalsheiði þar sem olíubifreið fór út af veginum og valt skammt vestan grjótár. Olíubílinn var með um 30 þúsund lítra af olíu í tanknum þegar bíllinn valt en ökumaðurinn var fluttur á sjúkrahús á Akureyri um hádegisbil. Var ökumaðurinn með meðvitund þegar hann var fluttur með sjúkrabíl.

Varðstjóri hjá slökkviliðinu á Akureyri segir bílinn ekki oltið á vatnsverndarsvæði bændur sem fóru á vettvang notuðu gröfur til að stífla Grjótá rétt við vettvang slyssins. Varðstjórinn segir töluvert af olíu hafa lekið úr bílnum áður en slökkviliðsmenn náðu að hefta lekann en eitthvað af olíu hafði farið í ána áður en hún hafði verið stífluð.

Unnið er að því að dæla úr olíubílnum og hreins jarðveg en búast má við að sú vinna muni standa yfir fram eftir degi.

Varðstjórinn segir Olíumiðstöðina hafa sent mengunarvarnabúnað á vettvang sem á að nota til að hefta útbreiðslu olíunnar. Er vegurinn um Öxnadalsheiði enn lokaður vegna slyssins. 


Tengdar fréttir

Öxnadalsheiði lokað vegna slyss

Búið er að loka Öxnadalsheiði vegna umferðarslyss skammt vestan Grjótár, á meðan á björgunaraðgerðum stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×