Innlent

Þyrlan var afturkölluð vegna slyssins

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá Akureyri.
Frá Akureyri. Vísir/Vilhelm
Ökumaður olíuflutningabílsins sem valt á Öxnadalsheiði var fluttur með sjúkrabifreið á sjúkrahúsið á Akureyri í dag. Var ökumaðurinn með meðvitund en talsvert slasaður. 

Þyrla Landhelgisgæslunnar hafði verið kölluð út vegna slyssins en ákveðið var að afturkalla útkallið og flytja manninn með sjúkrabifreið á sjúkrahúsið á Akureyri. 

Vinna á vettvangi slyssins á Öxnadalsheiði stendur enn yfir en þar er unnið að því að hreinsa upp þá olíu sem lak úr tanki olíuflutningabílsins. Voru um 30 þúsund lítrar af olíu á tanki bílsins þegar hann valt og hafði talsvert lekið úr honum áður en slökkviliðsmenn náðu að hefta lekann. 

Bændur sem voru með þeim fyrstu á vettvang náðu að stífla Grjótá nærri vettvang slyssins en olía hafði þá lekið í ána.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði Akureyrar varð slysið ekki á vatnsverndarsvæði. 

Uppfært klukkan 15:13: 

Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að maðurinn hafi verið fluttur með sjúkraflugi frá Reykjavík til Akureyrar. Voru þær upplýsingar fengnar frá Landhelgisgæslunni en það reyndist ekki vera rétt. 


Tengdar fréttir

Öxnadalsheiði lokað vegna slyss

Búið er að loka Öxnadalsheiði vegna umferðarslyss skammt vestan Grjótár, á meðan á björgunaraðgerðum stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×