Kýr á vatnsdýnum í nýju fjósi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. júlí 2019 19:30 Nýja fjósið í Gunnbjarnarholti er um 4.000 fermetrar á stærð og er allt hið glæsilegasta. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Eitt glæsilegasta og fullkomnasta fjós landsins hefur verið tekið í notkun á bænum Gunnbjarnarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Þar er pláss fyrir um fimm hundruð gripi, þar af um 240 mjólkandi kýr. Fjórir mjaltaþjónar eru í fjósinu og vatnsdýnur á básunum, sem kýrnar eru æstar í að liggja á. Fjósið er um fjögur þúsund fermetrar að stærð. Það er mjög tæknivætt og engu var sparað til að hafa þægindin og vellíðan gripanna í fyrsta sæti. Við erum að tala um hátæknifjós í eigu fjölskyldunnar í Gunnbjarnarholti. „Þegar allt er komið í fulla notkun hérna þá verður fjöldi gripa hérna um fimm hundruð og það verða hér tvö hundruð og tuttugu til tvö hundruð og fjörutíu mjólkurkýr“, segir Arnar Bjarni Eiríksson, bóndi. Arnar Bjarni með dóttur sinni, Þórhildi þrettán ára og barnabarni sínu, Arnari Elí Eiríkssyni, tuttugu mánaða.Magnús HlynurArnar Bjarni líkir nýja fjósinu við samfélagið á Íslandi eins og það er. „Já, það er fæðingardeildin, síðan er vökudeildin, síðan er það leikskólinn, grunnskólinn og unglingastigið, menntaskólinn og svo er það samfélagið sjálft, sem eru kýrnar“. Fjórir mjaltaþjónar eru í fjósinu og sérstaka gardínur sem opnast og lokast sjálfkrafa eftir hitastigi. „Þannig að núna yfir sumartímann er algjörlega opið í gegnum bygginguna. Síðan fara kýrnar út á beit hérna fyrir framan en þess á milli, eðlilega þegar það er mjaltaþjónn, þá verða þær líka að vera heilmikið inni til þess að fá þá þjónustu sem þeir þurfa, þá kemur það á móti að loftslagið hérna er eins og úti“, segir Arnar Bjarni. Og það sem meira er, það finnst varla fjósalykt í nýja fjósinu. „Til þess var leikurinn gerður að það yrði helst ekki fjósalykt, hún er sennilega meiri fyrir utan en hér inni“, segir Arnar Bjarni og hlær. Kýrnar er ánægðar í fjósinu enda hafa þær nóg pláss og geta valið um í hvaða mjaltaþjón þær fara í hverju sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Dýnurnar vekja sérstaka athygli en kýrnar geta valið á milli sex mismunandi tegunda af dýnum til að liggja á. „Það er svo greinilegt að vatnsdýnurnar eru langsamlega vinsælastar, þar er bara aldrei auður bás“. Dýr Landbúnaður Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Eitt glæsilegasta og fullkomnasta fjós landsins hefur verið tekið í notkun á bænum Gunnbjarnarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Þar er pláss fyrir um fimm hundruð gripi, þar af um 240 mjólkandi kýr. Fjórir mjaltaþjónar eru í fjósinu og vatnsdýnur á básunum, sem kýrnar eru æstar í að liggja á. Fjósið er um fjögur þúsund fermetrar að stærð. Það er mjög tæknivætt og engu var sparað til að hafa þægindin og vellíðan gripanna í fyrsta sæti. Við erum að tala um hátæknifjós í eigu fjölskyldunnar í Gunnbjarnarholti. „Þegar allt er komið í fulla notkun hérna þá verður fjöldi gripa hérna um fimm hundruð og það verða hér tvö hundruð og tuttugu til tvö hundruð og fjörutíu mjólkurkýr“, segir Arnar Bjarni Eiríksson, bóndi. Arnar Bjarni með dóttur sinni, Þórhildi þrettán ára og barnabarni sínu, Arnari Elí Eiríkssyni, tuttugu mánaða.Magnús HlynurArnar Bjarni líkir nýja fjósinu við samfélagið á Íslandi eins og það er. „Já, það er fæðingardeildin, síðan er vökudeildin, síðan er það leikskólinn, grunnskólinn og unglingastigið, menntaskólinn og svo er það samfélagið sjálft, sem eru kýrnar“. Fjórir mjaltaþjónar eru í fjósinu og sérstaka gardínur sem opnast og lokast sjálfkrafa eftir hitastigi. „Þannig að núna yfir sumartímann er algjörlega opið í gegnum bygginguna. Síðan fara kýrnar út á beit hérna fyrir framan en þess á milli, eðlilega þegar það er mjaltaþjónn, þá verða þær líka að vera heilmikið inni til þess að fá þá þjónustu sem þeir þurfa, þá kemur það á móti að loftslagið hérna er eins og úti“, segir Arnar Bjarni. Og það sem meira er, það finnst varla fjósalykt í nýja fjósinu. „Til þess var leikurinn gerður að það yrði helst ekki fjósalykt, hún er sennilega meiri fyrir utan en hér inni“, segir Arnar Bjarni og hlær. Kýrnar er ánægðar í fjósinu enda hafa þær nóg pláss og geta valið um í hvaða mjaltaþjón þær fara í hverju sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Dýnurnar vekja sérstaka athygli en kýrnar geta valið á milli sex mismunandi tegunda af dýnum til að liggja á. „Það er svo greinilegt að vatnsdýnurnar eru langsamlega vinsælastar, þar er bara aldrei auður bás“.
Dýr Landbúnaður Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira