Róhingjar snúa ekki heim fái þeir ekki viðurkenningu Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 29. júlí 2019 06:00 Mikill fjöldi Róhingja hefst við í flóttamannabúðunum í Cox Bazar, en talið er að um 730.000 manns búi í búðunum. Þrátt fyrir ofbeldi og glæpi reynir fólkið að lifa eðlilegu lífi líkt og að fara á markaðinn. Nordicphotos/Getty Embættismenn frá Mjanmar heimsóttu um helgina flóttamannabúðir í borginni Cox Bazar í Bangladess þar sem um 730.000 Róhingjar hafa verið á flótta frá árinu 2017. Tilgangur heimsóknarinnar var að hefja flutning flóttamannanna aftur til Mjanmar. Þetta er í annað sinn sem mjanmarskir embættismenn heimsækja flóttamannabúðirnar en í október síðastliðnum höfnuðu leiðtogar Róhingja tilboði sendinefndar Mjanmar um að snúa aftur til landsins. Róhingjar flúðu ofsóknir og ofbeldi í heimalandinu Mjanmar árið 2017 og hefur hátt í milljón Róhingja gist flóttamannabúðirnar í Cox Bazar síðan. Búðirnar eru með þeim stærstu í heiminum og erfitt er að sjá fyrir þörfum þess fjölda sem þar dvelur ásamt því að ofbeldi og glæpir eiga sér þar stað daglega. Ríkjandi hugmyndafræði í Mjanmar er sú að þar skuli einungis iðkuð búddatrú en meiri hluti Róhingja eru múslimar. Aðgerðir hersins gagnvart þeim voru ofbeldisfullar og hafa æðstu ráðamenn landsins verið sakaðir um þjóðarmorð, glæpi gegn mannkyninu og stríðsglæpi. Róhingjar voru ekki viðurkenndir sem þjóðernishópur í landinu og fengu ekki ríkisborgararétt. Sendinefnd Mjanmar, með utanríkisráðherrann Myinth Thu í fararbroddi, ræddi á laugardag og sunnudag við þrjátíu og fimm leiðtoga Róhingja í flóttamannabúðunum um aðgerðir til að Róhingjar gætu snúið aftur til Mjanmar. Niðurstöður viðræðnanna voru þær að Róhingjar hyggjast ekki snúa aftur til Mjanmar verði þeir ekki viðurkenndir sem þjóðernishópur í landinu og hljóti þar ríkisborgararétt. Dil Mohammed, einn þeirra sem þátt tóku í viðræðunum fyrir hönd Róhingja, sagði í samtali við Reuters að enginn myndi snúa til baka nema kröfum um réttlæti og alþjóðlega vernd væri sinnt. „Við sögðum þeim að við myndum ekki snúa aftur nema við yrðum viðurkennd sem Róhingjar í Mjanmar,“ sagði Mohammed. „Við viljum ríkisborgararétt, við viljum öll réttindi okkar. Við treystum þeim ekki. Við munum ekki snúa aftur nema alþjóðleg vernd sé til staðar,“ sagði hann og bætti við að Róhingjar vilji snúa aftur til síns lands en ekki enda í búðum hinum megin við landamærin. Róhingjar eru ekki þeir einu sem eru áhyggjufullir yfir því sem bíður þeirra í Mjanmar snúi þeir til baka en flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna og aðrar hjálparstofnanir óttast einnig um öryggi þeirra. „Við erum tilbúin að hefja brottflutning héðan hvenær sem er. Það er undir Mjanmar komið að búa til stuðningsumhverfi sem gerir Róhingjum kleift að snúa aftur til heimalandsins,“ sagði Abul Kalam sem fer fyrir flóttamannahjálp í Bangladess. Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Embættismenn frá Mjanmar heimsóttu um helgina flóttamannabúðir í borginni Cox Bazar í Bangladess þar sem um 730.000 Róhingjar hafa verið á flótta frá árinu 2017. Tilgangur heimsóknarinnar var að hefja flutning flóttamannanna aftur til Mjanmar. Þetta er í annað sinn sem mjanmarskir embættismenn heimsækja flóttamannabúðirnar en í október síðastliðnum höfnuðu leiðtogar Róhingja tilboði sendinefndar Mjanmar um að snúa aftur til landsins. Róhingjar flúðu ofsóknir og ofbeldi í heimalandinu Mjanmar árið 2017 og hefur hátt í milljón Róhingja gist flóttamannabúðirnar í Cox Bazar síðan. Búðirnar eru með þeim stærstu í heiminum og erfitt er að sjá fyrir þörfum þess fjölda sem þar dvelur ásamt því að ofbeldi og glæpir eiga sér þar stað daglega. Ríkjandi hugmyndafræði í Mjanmar er sú að þar skuli einungis iðkuð búddatrú en meiri hluti Róhingja eru múslimar. Aðgerðir hersins gagnvart þeim voru ofbeldisfullar og hafa æðstu ráðamenn landsins verið sakaðir um þjóðarmorð, glæpi gegn mannkyninu og stríðsglæpi. Róhingjar voru ekki viðurkenndir sem þjóðernishópur í landinu og fengu ekki ríkisborgararétt. Sendinefnd Mjanmar, með utanríkisráðherrann Myinth Thu í fararbroddi, ræddi á laugardag og sunnudag við þrjátíu og fimm leiðtoga Róhingja í flóttamannabúðunum um aðgerðir til að Róhingjar gætu snúið aftur til Mjanmar. Niðurstöður viðræðnanna voru þær að Róhingjar hyggjast ekki snúa aftur til Mjanmar verði þeir ekki viðurkenndir sem þjóðernishópur í landinu og hljóti þar ríkisborgararétt. Dil Mohammed, einn þeirra sem þátt tóku í viðræðunum fyrir hönd Róhingja, sagði í samtali við Reuters að enginn myndi snúa til baka nema kröfum um réttlæti og alþjóðlega vernd væri sinnt. „Við sögðum þeim að við myndum ekki snúa aftur nema við yrðum viðurkennd sem Róhingjar í Mjanmar,“ sagði Mohammed. „Við viljum ríkisborgararétt, við viljum öll réttindi okkar. Við treystum þeim ekki. Við munum ekki snúa aftur nema alþjóðleg vernd sé til staðar,“ sagði hann og bætti við að Róhingjar vilji snúa aftur til síns lands en ekki enda í búðum hinum megin við landamærin. Róhingjar eru ekki þeir einu sem eru áhyggjufullir yfir því sem bíður þeirra í Mjanmar snúi þeir til baka en flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna og aðrar hjálparstofnanir óttast einnig um öryggi þeirra. „Við erum tilbúin að hefja brottflutning héðan hvenær sem er. Það er undir Mjanmar komið að búa til stuðningsumhverfi sem gerir Róhingjum kleift að snúa aftur til heimalandsins,“ sagði Abul Kalam sem fer fyrir flóttamannahjálp í Bangladess.
Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira