Erlent

Bannað að klappa hundunum

Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar
Meghan Markle ásamt hundi þeirra hjóna.
Meghan Markle ásamt hundi þeirra hjóna. Nordicphotos/Getty

Nágrönnum Harrys Bretaprins og Meghan Markle voru settar reglur um það hvernig skuli umgangast hjónin umhverfis heimili þeirra. Reglurnar voru settar fram á fundi íbúa sem búa á Windsor-eigninni og fólu meðal annars í sér bann við að klappa hundum hjónanna.



Íbúar staðarins starfa allir í hirð drottningar og segjast vita mæta vel hvernig umgangast skuli kóngafólk, en aðrar reglur á listanum settu bann við því að heilsa hjónunum að fyrra bragði, óska eftir því að sjá Archie son þeirra, bjóðast til þess að passa hann eða fara út með hundana.



Harry og Meghan segjast ekki hafa vitað af fundinum og að þau hafi ekkert með málið að gera heldur sé um reglur frá höllinni að ræða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×