Fótbolti

83 þúsund manna Víkingaklapp og líklega heimsmet

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenskur stuðningsmaður tekur Víkingaklappið á HM 2018.
Íslenskur stuðningsmaður tekur Víkingaklappið á HM 2018. Getty/Maja Hitij
Víkingaklappið lifir enn góðu lífi í knattspyrnuheiminum og er löngu orðið ein stærsta „útflutningsvara“ Íslands í fótboltasögunni.

Nú síðast var boðið upp á ofurklapp á bikarúrslitaleiknum á Bukit Jalil þjóðarleikvanginum í Kuala Lumpur í Malasíu.

Það var flott að sjá alla Íslendingana taka klappið í París eða á Arnarhólnum en Malasarnir hafa tekið klappið upp á nýtt stig.

Það er nefnilega ólíklegt að áður hafi yfir 80 þúsund manns tekið þátt í einu og sama Víkingaklappinu.

Á bikarúrslitaleik Perak FA og Kedah FA tóku 83 þúsund manns þátt í Víkingaklappinu og settu líklega heimsmet.

Þetta magnaða Víkingaklapp má sjá hér fyrir neðan en bæði stuðningsmenn frá Perak og Kedah voru tilbúnir að taka það saman fyrir leikinn.





Kedah vann síðan leikinn sjálfan í framlengingu en þetta er fimmti bikarmeistaratitill félagsins. Sigurinn tryggir félaginu einnig sæti í Meistaradeild Asíu. Perak hefur þurft að bíða í fimmtán ár eftir titli og biðin lengist nú enn frekar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×