Patrice Evra tilkynnti um "endalokin“ á Twitter Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2019 12:00 Patrice Evra með enska meistarabikarinn eftir sigur Manchester United í ensku úrvalsdeildinni vorið 2011. Getty/John Peters Patrice Evra, fimmfaldur Englandsmeistari með Manchester United, hefur ákveðið að setja fótboltaskóna upp á hillu. Hann tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum í dag. Patrice Evra er 38 ára gamall en þessi vinstri bakvörður hefur ákveðið að hætta að spila og snúa sér að þjálfun í staðinn. Evra er langþekktastur fyrir tíma sinn í Manchester borg þar sem hann var álitinn vera í hópi bestu bakvarða heimsins. Endalok ferilsins voru ekki eins glæsileg og sumir gæti stimplað þau sem vandræðalega fyrir þennan litríka Frakka. Patrice Evra kom til Manchester United í janúar 2006 en enska félagið keypti hann þá frá Mónakó í Frakklandi. Evra spilað með United til ársins 2014 og lék 273 leiki fyrir félagið. Áður en Patrice Evra fór til Juventus eftir átta ára dvöl á Old Trafford þá hafði hann unnið ensku deildina fimm sinnum, enska deildabikarinn þrisvar og Meistaradeildina einu sinni.Patrice Evra's career by numbers: 733 games 81 caps 24 goals 5 Premier League 5 Community Shield 3 League Cup 2 Serie A 2 Coppa Italia 1 Champions League 1 Supercoppa Italiana 1 FIFA Club World Cup 1 Coupe de la Ligue He loved this game. pic.twitter.com/75qWyj48LW — Squawka Football (@Squawka) July 29, 2019Patrice Evra varð þrisvar sinnum ítalskur meistari með Juventus en snéri heim til Frakklands eftir þrjú ár og samdi við Marseille. Patrice Evra lenti þar í vandræðum eftir að hafa sparkað í andliti áhorfanda og var í kjölfarið rekinn frá Marseille og dæmdur í sjö mánaða bann frá fótbolta. Síðasta félag Patrice Evra á ferlinum var West Ham en hann náði aðeins að leika fimm leiki fyrir Lundúnafélagið. Patrice Evra lék alls 81 landsleik fyrir Frakkland. Hér fyrir neðan má sjá kveðju Evra á Twitter en Frakkinn er mikil samfélagsmiðlastjarna.MERCI AU REVOIR #ilovethisgame#positive4evra#love#god#grateful#blessed#happy#MondayMotivationpic.twitter.com/n3f8mVE3e2 — Patrice Evra (@Evra) July 29, 2019 Enski boltinn Fótbolti Frakkland Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Sjá meira
Patrice Evra, fimmfaldur Englandsmeistari með Manchester United, hefur ákveðið að setja fótboltaskóna upp á hillu. Hann tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum í dag. Patrice Evra er 38 ára gamall en þessi vinstri bakvörður hefur ákveðið að hætta að spila og snúa sér að þjálfun í staðinn. Evra er langþekktastur fyrir tíma sinn í Manchester borg þar sem hann var álitinn vera í hópi bestu bakvarða heimsins. Endalok ferilsins voru ekki eins glæsileg og sumir gæti stimplað þau sem vandræðalega fyrir þennan litríka Frakka. Patrice Evra kom til Manchester United í janúar 2006 en enska félagið keypti hann þá frá Mónakó í Frakklandi. Evra spilað með United til ársins 2014 og lék 273 leiki fyrir félagið. Áður en Patrice Evra fór til Juventus eftir átta ára dvöl á Old Trafford þá hafði hann unnið ensku deildina fimm sinnum, enska deildabikarinn þrisvar og Meistaradeildina einu sinni.Patrice Evra's career by numbers: 733 games 81 caps 24 goals 5 Premier League 5 Community Shield 3 League Cup 2 Serie A 2 Coppa Italia 1 Champions League 1 Supercoppa Italiana 1 FIFA Club World Cup 1 Coupe de la Ligue He loved this game. pic.twitter.com/75qWyj48LW — Squawka Football (@Squawka) July 29, 2019Patrice Evra varð þrisvar sinnum ítalskur meistari með Juventus en snéri heim til Frakklands eftir þrjú ár og samdi við Marseille. Patrice Evra lenti þar í vandræðum eftir að hafa sparkað í andliti áhorfanda og var í kjölfarið rekinn frá Marseille og dæmdur í sjö mánaða bann frá fótbolta. Síðasta félag Patrice Evra á ferlinum var West Ham en hann náði aðeins að leika fimm leiki fyrir Lundúnafélagið. Patrice Evra lék alls 81 landsleik fyrir Frakkland. Hér fyrir neðan má sjá kveðju Evra á Twitter en Frakkinn er mikil samfélagsmiðlastjarna.MERCI AU REVOIR #ilovethisgame#positive4evra#love#god#grateful#blessed#happy#MondayMotivationpic.twitter.com/n3f8mVE3e2 — Patrice Evra (@Evra) July 29, 2019
Enski boltinn Fótbolti Frakkland Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Sjá meira