Erlent

Sex ára drengur lést í skotárás í Bandaríkjunum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Steven Romero
Steven Romero
Sex ára gamall strákur var á meðal þeirra þriggja sem féllu í skotárás á matarhátíð í borginni Gilroy í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum í gær.

Steven Romero var á hvítlaukshátíðinni með mömmu sinni og ömmu þegar hann var skotinn til bana samkvæmt heimildum frá fréttastofu NBC á flóasvæðinu. Fimmtán særðust í árásinni sem átti sér stað klukkan 17:41 á staðartíma eftir að byssumaður hóf skothríð.

Hann drap þrjá einstaklinga áður en lögreglan skaut hann til bana á innan við mínútu frá upphafi árásarinnar.



Sjá einnig: Þrír látnir í skotárás á matarhátíð í Kaliforníu



Sjá einnig: Hátt í sex þúsund látið lífið af völdum skot­vopna í Banda­ríkjunum í ár

Pabbi Steven, Alberto, sagði að hann hafi verið heima þegar hann fékk símtal þar sem honum var tilkynnt að sonur hans hafi verið drepinn.

„Sonur minn átti allt lífið fram undan og hann var bara sex ára,“ sagði hann í samtali við NBC.

„Ég missti son minn og það er það eina sem ég get hugsað um auk þess að reyna að vera með honum þar til ég get lagt hann til hinstu hvílu, hvar sem það verður,“ bætti hann við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×