Erlent

Trump skrifar undir fjárveitingu til viðbragðsaðila 11. september

Andri Eysteinsson skrifar
Trump eftir undirritunina.
Trump eftir undirritunina. Getty/Bloomberg

Bandaríkjaforseti, Donald Trump hefur undirritað frumvarp sem gerir það að verkum að heilbrigðisþjónustusjóður, sem ætlaður er viðbragðsaðilum sem komu til aðstoðar eftir hryðjuverkaárásirnar í New York þann 11. September 2001, verði aldrei uppurinn. AP greinir frá.



Trump skrifaði undir frumvarpið í rósagarði Hvíta hússins ásamt yfir 60 viðbragðsaðilum. Frumvarpið gerir ráð fyrir fjárveitingum allt til ársins 2092.



„Þið veitið öllu mannkyni innblástur,“ sagði Trump og sagði viðbragðsaðilana vera sannar bandarískar hetjur.

Grynnkað hefur töluvert í sjóðnum á undanförnum árunum og hefði hann tæmst fengi hann ekki fjárveitinguna sem nú hefur verið veitt. Árið 2015 var frekari fjárveiting til fimm ára samþykkt á elleftu stundu þar sem Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, notaði fjárveitinguna sem samningatól til að semja um aðrar ótengdar fjárveitingar.

Sjónvarpsmaðurinn Jon Stewart var einn þeirra sem barðist fyrir fjárveitingunni og las þingmönnum pistilinn vegna áhugaleysisins.

Sjá einnig: Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn

 

23. júlí síðastliðinn samþykkti Öldungadeildin loks frumvarpið sem var því vísað til forseta til undirritunar. 97 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en tveir á móti.


Tengdar fréttir

Skilur ekki af hverju Jon Stewart er „svona pirraður“

Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings segist ekki skilja af hverju Jon Stewart sé "svona pirraður“ út í hann. Stewart hefur baunað á McConnell vegna fjármögnunar heilsugæslusjóðs fyrir viðbragðsaðila í eftirköstum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001.

Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn

Bandaríski háðfuglinn Jon Stewart var ekki að grínast í gær þegar hann las þingmönnum pistilinn vegna áhugaleysis þeirra í garð þeirra viðbragsaðila sem veikst hafa alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×